Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Page 54

Eimreiðin - 01.04.1927, Page 54
EIMREIÐlM W. A. Craigie. Öllum er það lán að eiga góða vini, en engum er meiri þörf góðra vina en smælingjunum, hvort heldur eru einstak- lingar eða þjóðir. Þessu láni hafa íslendingar mjög átt að fagna á síðustu öldum, enda líklega yfir verðleika fram, og hvergi höfum við átt einlægari vini en meðal hinna miklu öndvegisþjóða heimsins, engil-saxneska þjóðbálksins, í tveim eða jafnvel þrem heimsálfum. Er gott að minnast slíkra manna sem Banks og Dasents, Dufferins og Morrisar, Bryces og Fiskes, svo að örfá nöfn sé nefnd af mörgum sem svipaða verðleika hafa. Ef við viljum ekki hræsna alveg óguðlega fyrir sjálfum okkur og öðrum, þá verðum við að játa það, íslendingar, að við höfum illu heilli ýmsa þjóðlesti, enda mundu margar þjóðir verða að gera svipaða játningu. En það hefur verið sagt um okkur að vanþakklátir værum við ekki, og má vera að það neikvæða lof sé ekki með öllu óverðskuldað. Ef nú það er nokkuð, sem vakið getur þakklátsemi, þá er það vinátta góðra manna, og sé sá eiginleiki til í fari okkar þá leiðir það af sjálfu sér, að okkur hlýtur að vera harla ljúft að minnast þeirra, er okkur hafa reynzt vel og að halda þeirra hróðri a lofti. Öllum Islendingum mun því kært að minnast hins ágæt' asta vinar, er við eigum nú meðal enskra þjóða, en það er prófessor W. A. Craigie; og alveg sérstök ánægja má það vera Eimreidinni að minnast hans, því svo má segja að hann væri guðfaðir hennar gagnvart hinum enskumælandi heimi, og þar veitti hann henni allan þann stuðning er hann mátti unz hún var komin vel á legg og gat farið óstudd allra sinna ferða. William Alexander Craigie, hinn nafnkunnasti málfræðingur sem nú er uppi meðal brezkra þjóða, er fæddur í Dundee a Skotlandi hinn 13. dag ágústmánaðar 1867, og er af hreinum skozkum ættum. Hin frábæra tungumálagáfa hans kom þegar í ljós í bernsku, eða að heita mátti jafnskjótt og hann vitk- aðist, og nam hann þegar og aðgreindi mállýzkur þær allar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.