Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 57
eimreiðin
W. A. CRAIGIE
153
honum eignað, en á það höfðu áður verið bornar brigður af
fræðimönnum, sem um Plató höfðu skrifað.
Við lok síðasta háskólamisserisins í St. Andrews sigraði
Craigie í samkepni um námsstyrk, sem gerði honum það
kleift að halda áfram námi í Oxford. En áður en hann færi
þangað var hann tekinn að nema dönsku og íslenzku, og
hafði löngun hans til þess að læra Norðurlandamálin vaknað
við það, að kunningi hans einn hafði gefið honum dálítið
ljóðakver á norsku. Þannig geta stundum hin smávægilegustu
atvik haft hinar mikilvægustu afleiðingar. Þessu námi hélt
hann áfram í Oxford, en ávalt tilsagnarlaust, því þegar hann
kom þangað hafði Guðbrandur Vigfússon tekið helsóttina og
andaðist skömmu síðar. Var því engin íslenzkukensla þar þá,
og eins og kunnugt er lá hún niðri þar til árið 1905 að
Craigie tók sjálfur að kenna íslenzku. En í keltnesku málun-
um sótti hann fyrirlestra hjá hinum nafntogaða vísindamanni
prófessor (síðar Sir) John Rhys, og tókst þá með þeim sú
alúðarvinátta sem hélzt meðan báðir lifðu. Auk alls þessa las
hann til verðlaunaprófs í Literae Humaniores (þ. e. grískum
og latneskum bókmentum og sögu ásamt heimspeki fornri og
nýrri). Tók hann ágætiseinkunn við bæði prófin (1890 og
1892), kennurum sínum til mikils hugarléttis, því þeir höfðu
ávalt óttast að hann hefði of mörg járn í eldinum til þess að
vel gæti farið.
Á þessum árum birtist hin fyrsta ritgerð hans í Scottish
Review og var hún um gelsk söguljóð, en í þetta ágæta tíma-
rit skrifaði hann síðar fjölda ritgerða um keltnesk, skozk og
íslenzk efni. Er ekki unt að telja hér upp þessar ritgerðir
eða skýra nánar frá þeim. Þó er einni þeirra þannig varið
að með engu móti má ganga fram hjá henni. Hún birtist.í
októberheftinu 1896 (sbr. Eimr. 1897, bls. 159) og nefnist
The Poetry of the Skalds. Rekur höfundurinn þar mjög skýr-
lega eðli og einkenni hinna svonefndu skáldakvæða og sýnir
fneð tilvitnunum hve misjafnlega sá skáldskapur hafi verið
metinn og dæmdur, og ver hann jafnt fyrir oflofi sem níði.
Þá heldur hann og því fram, sem ekki mun verða hrakið, að
því aðeins geti þýðingar á forníslenzkum skáldskap gefið
sæmilega hugmynd um frumtextann, að öllum hinum upp-