Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Side 61

Eimreiðin - 01.04.1927, Side 61
eimreiðin W. A. CRAIGIE 157 hann yrði síðar einn af ritstjórum hennar. Þetta var hið mesta virðingarboð sem unt var að bjóða málfræðingi á Bretlandi, 09 að sjálfsögðu tók Craigie því. Voru ritstjórar áður tveir, þeir dr. (síðar Sir) James Murray (d. 1915) og dr. Henry Bradley (d. 1923); hafði lengi vantað þriðja ritstjórann, en hvergi fanst sá maður er starfinu væri vaxinn, og er sagt að það væri Frederick York Powell (]órvíkur-Páll) sem loks uPPgötvaði hinn unga skozka málfræðing. Craigie er þannig búinn að starfa að orðabókinni í rétt þrjátíu ár, og nú er hann að ganga frá síðasta heftinu af henni, sem á að koma út í haust. Eftir að hafa unnið um hríð með hvorum hinna eldri ritstjóra, varð Craigie þriðji aðalritstjórinn árið 1901 og hefur síðan margt manna unnið undir hans stjórn. í næstu tuttugu árin vann hann hvíldarlaust að orðabókinni ellefu mánuði á ári, að undantekinni tæpra þriggja mánaða hvíld árið 1910, er hann fór til Islands sem enn mun sagt verða. Vinnutíminn var ávalt hálf áttunda klukkustund á dag, en í hjáverkum hafði hann þó sí og æ ýms meiriháttar störf, t, d. hina síðari stórútgáfu sína af kvæðum Burns og útgáfu af þýðingu Bellendens1) á Rómverjasögu Liviusar (1901 —1903). Er sú útgáfa mjög að ágætum höfð. Einnig gaf hann út Skot- landsrímur eins og áður segir og ritaði hina meistaralegu forníslenzku bókmentasögu sína (1913). A Origines Islandicae (1905) lagði hann síðustu hönd, er þeir Guðbrandur og York-Powell höfðu báðir dáið frá því verki. Loks ritaði hann litla bók um trúarbrögð Norðurlanda að fornu (Religion of Ancient Scandinavia, 1906; sbr. Eimr. 1907, bls. 76) og lýsir þar kjarnanum í hinni fornu trú Norðurlandaþjóða. Segir dr. Valtýr Guðmundsson að »þótt bókin sé stutt, sé þó flest tekið fram í henni, sem menn viti um trúarbrögð fornmanna með nokkurri vissu. Beri hún órækan vott um skýrleik höfundar- ins, glögt auga, staðgóða þekkingu og vísindalega nákvæmni og dómgreind«. Er það illa farið að enginn skuli hafa orðið til þess að koma kveri þessu út á íslenzku, því fyrir flestum okkar mundu hugmyndir um átrúnað fornfeðranna skýrast 1) John Bellenden (1533—1587), lærður maður og skáld, þýddi fimm tyrslu bækurnar af Livíusi á skozku að beiðni Jakobs V. Skolakonungs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.