Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 61
eimreiðin
W. A. CRAIGIE
157
hann yrði síðar einn af ritstjórum hennar. Þetta var hið mesta
virðingarboð sem unt var að bjóða málfræðingi á Bretlandi,
09 að sjálfsögðu tók Craigie því. Voru ritstjórar áður tveir,
þeir dr. (síðar Sir) James Murray (d. 1915) og dr. Henry
Bradley (d. 1923); hafði lengi vantað þriðja ritstjórann, en
hvergi fanst sá maður er starfinu væri vaxinn, og er sagt
að það væri Frederick York Powell (]órvíkur-Páll) sem loks
uPPgötvaði hinn unga skozka málfræðing. Craigie er þannig
búinn að starfa að orðabókinni í rétt þrjátíu ár, og nú er
hann að ganga frá síðasta heftinu af henni, sem á að koma
út í haust. Eftir að hafa unnið um hríð með hvorum hinna
eldri ritstjóra, varð Craigie þriðji aðalritstjórinn árið 1901 og
hefur síðan margt manna unnið undir hans stjórn. í næstu
tuttugu árin vann hann hvíldarlaust að orðabókinni ellefu
mánuði á ári, að undantekinni tæpra þriggja mánaða hvíld
árið 1910, er hann fór til Islands sem enn mun sagt verða.
Vinnutíminn var ávalt hálf áttunda klukkustund á dag, en í
hjáverkum hafði hann þó sí og æ ýms meiriháttar störf, t, d.
hina síðari stórútgáfu sína af kvæðum Burns og útgáfu af
þýðingu Bellendens1) á Rómverjasögu Liviusar (1901 —1903).
Er sú útgáfa mjög að ágætum höfð. Einnig gaf hann út Skot-
landsrímur eins og áður segir og ritaði hina meistaralegu
forníslenzku bókmentasögu sína (1913). A Origines Islandicae
(1905) lagði hann síðustu hönd, er þeir Guðbrandur og
York-Powell höfðu báðir dáið frá því verki. Loks ritaði hann
litla bók um trúarbrögð Norðurlanda að fornu (Religion of
Ancient Scandinavia, 1906; sbr. Eimr. 1907, bls. 76) og lýsir
þar kjarnanum í hinni fornu trú Norðurlandaþjóða. Segir dr.
Valtýr Guðmundsson að »þótt bókin sé stutt, sé þó flest tekið
fram í henni, sem menn viti um trúarbrögð fornmanna með
nokkurri vissu. Beri hún órækan vott um skýrleik höfundar-
ins, glögt auga, staðgóða þekkingu og vísindalega nákvæmni
og dómgreind«. Er það illa farið að enginn skuli hafa orðið
til þess að koma kveri þessu út á íslenzku, því fyrir flestum
okkar mundu hugmyndir um átrúnað fornfeðranna skýrast
1) John Bellenden (1533—1587), lærður maður og skáld, þýddi fimm
tyrslu bækurnar af Livíusi á skozku að beiðni Jakobs V. Skolakonungs.