Eimreiðin - 01.04.1927, Side 64
160
W. A. CRAIGIE
eimreiðin
Árið 1917 gaf Clarendon Press út dálítið kver eftir pró-
fessor Craigie, The Pronunciation of English, þar sem hann
leiðir rök að því, að unt sé að sýna með fylstu nákvæmni
framburð enskunnar, án þess að breyta hinni almennu staf-
setningu, ef notuð séu ákveðin merki til þess að auðkenna
með stafina eftir því sem þess gerist þörf, og að á þenna
hátt megi komast hjá hljóðritun þeirri, sem svo mjög hefur
tíðkast í kenslubókum, en sem hefur ýmsa ærið verulega ann-
marka. Þrem árum síðar komu svo út eftir hann kenslubækur
í ensku, þar sem þessari aðferð var beitt, og voru þær jafn-
skjótt þýddar á nokkur erlend mál (síðar á íslenzku). Þetta
varð til þess, að mentamálastjórnin í Rúmeníu bauð honum
þangað til lands, til þess að greiða þar fyrir enskukenslu, og
samtímis var honum boðið til Indlands, til þess að flytja þar
í landi fyrirlestra um aðferð sína. Þessi boð þektist hann, og
ferðuðust þau hjónin um alla Rúmeníu á vegum stjórnarinnar.
Komust þau þannig í kynni við flest stórmenni í landinu, þar
á meðal Maríu drotningu sjálfa, sem þau hafa síðan haft vin-
fengi við og hitt bæði í Lundúnum og Chicago.
Á Indlandi flutti prófessor Craigie fyrirlestra við marga
háskóla og aðrar mentastofnanir, og voru þau hjónin viðstödd
hin miklu hátíðahöld í Calcutta, er prinsinn af Wales kom
þangað. Háskólinn í Calcutta sæmdi prófessor Craigie doktors-
gráðu honoris causa, en löngu áður hafði St. Andrews há-
skóli sýnt honum hina sömu viðurkenningu. Þau héldu svo
áfram ferðinni um Kína og Japan og þaðan til Bandaríkjanna,
þar sem Craigie flutti fyrirlestra við ýmsa háskóla, meðal
þeirra háskólann í Chicago, þótt hann grunaði þá ekki að
bráðlega ætti fyrir honum að liggja að koma þangað aftur til
lengri dvalar. Við Cornell háskólann hafði hann nokkra við-
dvöl til þess að nota íslenzka bókasafnið þar og ræða við
Halldór Hermannsson. Frá þessari ferð kringum hnöttinn er
nokkru nánara skýrt í l/ísi 1. marz og 15. júní 1922.
Síðan Craigie kom heim úr ferðalaginu má segja að hann
hafi verið að hálfu á Englandi en að hálfu í Ameríku. Síðan
í júní 1925 hefur hann að miklu Ieyti dvalið í Chicago, þv>
háskólinn þar fékk hann til þess að taka við prófessors-
æmbætti í þeim tilgangi að hann tækist á hendur að standa