Eimreiðin - 01.04.1927, Side 65
EIMREIÐIN
W. A. CRAIGIE
161
fyrir samningu sögulegrar orðabókar yfir enska tungu í Ame-
ríku. Er sú hin mikla orðabók þó ekki nema einn þátturinn
• stærra áformi um orðabókaflokk, upphugsuðu af Craigie
sjálfum. Lesendum Eimreiðarinnar er áður kunnugt um forn-
skozku orðabókina, sem hann er einnig að vinna að, en eins
°2 Alexander McGill réttilega tók fram í ritgerð sinni um
bókmentavakninguna á Skotlandi, á Craigie engan sinn jafn-
oka um þekkingu á skozkri tungu.
Hér hefur eigi verið getið hinnar forníslenzku lesbókar
Craigies, Easy Readings in Old Icelandic, sem út kom 1924.
Sú bók er alveg tvímælalaust hin bezta byrjendabók í forn-
málinu sem enn er til orðin, og hún girðir væntanlega fyrir
það, að svo margir gefist upp við námið í byrjun eins og
áður átti sér stað. Eins og lesendur Eimreiðarinnar muna,
valdi Craigie íslenzku kvæðin í Oxford Book of Scandinavian
Verse (1925), skýrði þau og skrifaði inngang um nútíðarskáld-
skap á íslandi. Þá átti hann og upptökin að því, að Miss
Buckhurst samdi hina forníslenzku málfræði sína, mjög góða
bók og þarflega, enda mun hún vera samin beinlínis undir
bans handleiðslu. Enn var það að hans ráðum, að Clarendon
Press gaf út kenslubók í nýíslenzku, og sjálfur lagði hann
mjög mikla vinnu í þá bók. Það mun ýkjulaust, að hann hafi
9ert miklu mest allra núlifandi manna til þess að auka ís-
lenzkunám erlendis. Þetta eitt út af fyrir sig mundi íslenzka
bjóðin telja ærinn verðleika, þótt engu öðru væri til að dreifa,
°2 það er atriði sem æðsta mentastofnun íslands, merkisberi
íslenzkrar menningar, hlýtur að líta á með alveg sérstakri
velþóknan.
Að sjálfsögðu hafa mörg mentafélög víðsvegar um heim
heiðrað prófessor Craigie með því að gera hann að heiðurs-
félaga sínum eða á líkan hátt. Hér skortir fullnægjandi gögn
t*l þess að telja þau upp til hlítar, en fullvíst er um þessi:
Bókmentafélag Niðurlanda í Leiden; Frísneska móðurmáls-
°2 bókmentafélagið; Kgl. bæheimska vísinda- og bókmenta-
félagið; Göteborg Vitterhets-sállskap og Modern Language
Association í Ameríku. Varla mundi það ofmælt, að af öllum
erfendum þjóðum stæði okkur Islendingum það næst að heiðra
bann, því mest hefur hann fyrir okkur unnið og meira kapp
ll