Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Page 71

Eimreiðin - 01.04.1927, Page 71
eimreiðin ALÞJÓÐARÁÐ OG RÍKI í EVRÓPU 167 samvinnu allra þjóða. Bauð franska stjórnin bandalaginu að leggja fram e>na miljón franka árlega til þessa fyrirtækis, og skyldi stofnunin hafa fast aðsetur í París. Tilboð þetta samþykti Þjóðabandalagið 1924, og í lanúar 1926 hóf stofnunin starfsemi sína. Sérstök nefnd ræður tilhögun allri og skipar forstöðumenn stofnunarinnar. Innan hennar eru ýmsar deildir, og hefur hver þeirra sitt starf með höndum. Þar er t. d. sérstök deild fyrir háskólaviðskifti þjóðanna, vísindadeild, Iagadeild, bókmenta- ^eild, Iistadeild o. s. frv. Þjóðabandalagið er þegar orðin mikil og voldug stofnun, með flókinni °3 margbrotinni starfstilhögun. Það er stórfelt og mikilvægt hlutverk, sem það hefur tekist á hendur. En mjög eru skoðanir manna skiftar um það, hve mikils megi vænta af starfsemi þess í framtíðinni. Alþjóða-landbúnaðarráð var stofnað í Rómaborg árið 1905 og eiga 71 ríki og nýlendur fulltrúa í því. Það er stofnað í þeim tilgangi að tryggja sameiginlegan hag bænda um allan heim, bæta kjör þeirra, finna nýjar leiðir til samvinnu þeirra, er landbúnað og akuryrkju sfunda, og afla upplýsinga um alt, sem lýtur að búnaði, akuryrkju og markaðsverði Iand- búnaðarafurða í öllum löndum. Af alþjóðasamtökum verkamanna eru fjögur merkust: Alþjóðasamband verklýðsfélaganna, stofnað 1901, sem hefur aðalaðsetur sitt í Amsterdam, Rauða alþjóðaverkalýðsfélagasambandið f Moskva, stofnað 1921, Annað alþjóðasamband verkamanna, stofnað í Hamborg 1923 upp úr eldra al- þjóðaverkamannasambandi, er stofnað var 1889 og starfaði alt fram að styrjöldinni miklu, — og Þriðja alþjóðasamband verkamanna, stofnað í Moskva 1919. Af öðrum alþjóðasamböndum í Evrópu skulu þessi nefnd: Alþjóðasamband kvenna (International Woman Suffrage AUiance), stofn- að 1902 í Lundúnum, Samband Zionista, stofnað 1897, til þess að sam- eina Gyðinga allra þjóða og vinna að stofnun Gyðingaríkis í Palestínu, Alþjóðaviðskiftaráðið í París, stofnað 1920, Alþjóðaréttarráðið í Haag, stofnað með styrk frá ameríska miljónamæringnum Carnégie árið 1914, Alþjóðakirkjusambandið (The World Alliance for Promoting International Priendship through the Churches), stofnað í Lundúnum 1914, Alþjóða- samband samvinnufélaga, stofnað 1826 af Robert Owen, með aðselur í Lundúnum, Alþjóðasamband Esperantista (Internacia Centra Komitato de la Esperanto-Movado), stofnað í Helsingfors árið 1920, og Alþjóðasam- band Rauða krossins í Genf, stofnað 1863. Þótt langt sé nú Iiðið síðan páfadæmið hafði yfir löndum að ráða, er það þó oft talið með Evrópuríkjunum. Um nálega þúsund ára skeið, eða frá dögum Karlamagnúsar og fram til ársins 1870 var það voldugt ríki, þó að því væri þegar í lok miðalda mjög tekið að hnigna. Á árunum 1859 til 1870 voru ýmsar tilraunir gerðar til þess að fá páfann til pess að láta af hendi veraldleg völd sín. En allar þær tilraunir urðu árang- urslausar. í september 1870 lagði Victor Emanuel kirkjuríkið undir sig, en þessu mótmælti páfinn 20. sept. s. á. Með tryggingarlögunum frá 13. Piaí 1871 var páfanum trygð friðhelgi og konungleg lotningarmerki. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.