Eimreiðin - 01.04.1927, Page 80
176
LOKADANSINN
EIMREIDIN
lotningarkveðjur með augunum um öxl. Þá verður hún svo
létt í lund, að hún fer að raula danslag, og um leið hagræðir
hún lítið eitt balstýrugum lokk, sem aldrei unir sér undir
hattbarðinu, en vill leika laus í andvaranum. En, drottinn minn
dýri! Hún ætti nú bara að fara að syngja á miðri götunni.
O, þessi vordagur! En — þarna er leið út úr vandanum; ein
stallsystir hennar kemur á móti henni. Hún stanzar hana strax
og hlær, hlær dillandi sigurhlátur, smeygir svo hendinni undir
hönd hennar og dregur hana dansandi áfram.
— O, elsku, gáktu snöggvast með mér niður að höfn, veðriðer
svo indælt, — og hún teymir hana með sér. En sveinarnir
horfa hugfangnir á eftir henni, fórna sér brosandi með einu tilliti-
Lífið drekkur henni til.
Þær ganga götuna niður að sjónum.
Þeir, sem þekkja sjóinn, þeir elska hann, því úthafið er
endalaust, botnlaust og upphafslaust eins og eilífðin, og bak
við gjálfrið og brimhljóðið býr þögnin — steinhljóðið. Og glettn-
ar gárurnar eru bros alvörunnar, sorgarinnar, djúpsins. I örófi
skóp guð eina gestaþraut og fól hana í nóttinni, djúpinu, og
mennina setti hann á ströndina í morgunroðanum til þess að
þeir skyldu glíma við hana.
Hversvegna? — til hvers? —
Það er ritað á sandinn í botni sorgardjúpsins, sem synda-
tárin hafa myndað.
Þær fara leiðina, sem liggur til hafsins.
Vorblærinn leikur sér að skraninu, þyrlar upp rykinu, feykir
því um stund og fleygir því síðan í rennuna. Menn fæðast,
baða út höndunum til flugs, falla til jarðar, deyja og gleymast.
Þær standa á hafnarbakkanum og horfa út yfir hafið. Þaer
hlusta á klukkuna, sem varar við boðanum þarna úti, jafnt á
vordegi sem haustdegi, og Unnur Björk hlær.
— Það heitir ekki, að það liggur vel á þér, segir stallsystirin.
Henni finst hún kenna öfundarhreim í rómnum og lítur á
hana. Hún er rauðhærð og freknótt þessi stallsystir hennar,
ekkert karlagull, og enn hlær hún.
— Það er af því að það er vor.
— Heyr á endemi! ætli það sé ekki heldur af því, að þú
hlakkar til að fara á »ballið« í kvöld.