Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 81
eimreiðin
LOKADANSINN
177
— Á »ballið« í kvcld? Ég var nú búin að gleyma því,
víst þykir mér gaman að dansa, en mér leiðast allir þessir
blessaðir herrar, »með bros á vör, en dauðann í hjartanu«,
eins og þeir segjast vera. Heyrðu annars, hefur þú heyrt
hvernig tónsnillingnum var innanbrjósts, sem lék fegurstu lögin
sín fyrir þá, sem klöppuðu fyrir frægð hans?
— Nei, og ég hef heldur ekki heyrt það fyr, að þér þættu
karlmenn leiðinlegir.
— Og skilur víst hvorugt, en það er líklega bezt að við
förum heim að búa okkur.
Þær snúa við. Þá rekast þær hálfgert á ungan mann, sem
hefur fylgt þeim eftir og að líkindum heyrt á tal þeirra. Hann
tekur djúpt ofan og horfir hvast á Unni Björk, líkt og sá sem
sér sýn. Hún kinkar lítið eitt kolli, en stallsystirin brosir og
gefur henni olnbogaskot; svo halda þær áfram, en ungi mað-
uri’nn, hann horfir á eftir þeim, alveg í hvarf starir hann á
eftir þeim.
í skammdeginu, inni í skreyttum, uppljómuðum sal, þar sem
silkikjólar blakta, ilm af hári og klútum leggur fyrir vitin og gólf-
ið stynur undan mjúkum skóm, getur komið í mann dansskjálfti.
En hvað er það hjá því að dansa um vornótt í byrgðum sal?
Þykk tjöld eru dregin fyrir ljórana, og þannig fæst nokkurn-
vegin rökkur inni, æsandi, eggjandi rökkur, því hver skuggi
hvíslar: flýtið ykkur, því að úti þá er dagur. Gestirnir sem
þangað sækja stelast hálfgert inn, og þegar leikurinn hefst,
dansinn byrjar, þá er dansað upp á líf og dauða, dansað
undan birtunni inn í hálfskímuna og hornamyrkrið, dansað á
flótta undan deginum, sem liggur á glugganum og sætir Iagi
að komast inn. Og þá er úti um dansinn, því hann er skuggi
næturinnar, sem máist út við dagsljósið. — Svona er dansað
þessa nótt, og þarna inni leikur Unnur Björk sér að hjörtum
mannanna. Núna er hún í fangi unglings, ljóshærðs manns á
kjól. Þau horfast í augu og brosa, en kveðjubrosið breytist í
bros til mannsins, sem býður henni upp um leið og ungling-
urinn sleppir henni. Og hann lærir að hnykla brýrnar.
Lagið hvín eins og vindstroka inn um opnar dyr.
Maðurinn, sem Unnur Björk dansar núna við, hefur lifað
12