Eimreiðin - 01.04.1927, Page 86
182
LOKADANSINN
EIMREIÐIN
Svört er ég, og þó yndisleg, þér ]erúsalem-dætur,
sem tjöld Kedars, sem tjalddúkar Salómós.
Takið ekki til þess, ab ég er svartleit,
því að sólin hefur brent mig.
Það er mynd af (Jnni Björk.
— — — Þessa nótt lék hann Lokadansinn í fyrsta skifti,
þetta lag, sem hann leikur svo oft, þegar kyrð er komin á
á kvöldin, þegar hann leikur lög, sem hann hefur numið í
æsku, þegar hann leikur fornar ástir á fiðluna.
Það eru engin tjöld fyrir glugganum. Mennirnir líta oft upp
til hans, hrista höfuðin og segja að hann sé »undarlegur«;
en hann leikur fyrir sjálfan sig.
Fundabók Fjölnisfélags
3. dez. 1842—27. maí 1847.
[15. fundur 1844]
Laugardaginn 27— apríl 0 var ársfundur haldin í Fjölnis-
fjelagi, hjá Herra Brinjulfi Pjeturssyni og voru 6 á fundi.
First var valin forseti fyrir nærsta ár, og var Br. Pjetursson
valin með fjórum atkvæðum, þvínærst var Halldor Kr. Frid-
riksson valin til skrifara með fjórum atkvæðum. Gísli Magnús-
son sagði frá hvurjum hann hefði sent bækur í firra. Sýslu-
maður Brinjulfur 1 2) bar upp að gefa komferensráði Engelstoff3)
eina bók af öllum fjölni, bundna og fjellust allir á það.
Syslumaður Brinjulfur las upp firri hluta af alþingisritgjörð
1) í fundarbókina hefur verið ritað í ógáli „Febrúar".
2) Sbr. 13. fund.
3) Laurids Engelstoft prófessor, hinn ágæti sagnfræðingur (d. 1851)-
— Hann var góður vinur íslenzkra stúdenta í Höfn. — Sbr. 21. fund þ. a-