Eimreiðin - 01.04.1927, Side 101
EIMREIÐIN
RADDIR
197
ar. út í móðuna miklu, Hvítá, sem í dag er svo hlý, að hún bræðir þær
í faðmi sínum. Svo bjart er yfir alfarinu, að öll er kirkjan uppljómuð af
þeim eldi. Ég geng inn kirkjugólfið og nem staðar við kórdyrnar. —
Huga minn grípur helgi. Ég krýp á kné í Iotningu, og ég þakka guði
fyrir svona fagra stund, fyrir þennan fagra stað, fyrir þessa endurspegl-
un himneskra dásemda. Yndislegir hljómar berast að eyrum mér, — svana
kórið syngur. Ég heyri engin orð, aðeins tóna, yndisfagra tóna. Lofsöng-
ur til föðursins mikla á hæðum líður um kirkjuna alla. 011 tilveran verð-
ur fyrir vitund minni sem ómur, hreinn og fagur ómur, sem líður upp á
geislabrúnni, sem tengir altarið við himininn, líður upp að fótskör drott-
'ns. Hirkjan fyllist af titrandi gleði þúsund barna, — miljónum gleði-
•ára rignir á kirkjugólfið. — Ég lít upp og horfi til himins. — Fyrstu
regndroparnir falla.
I SKÓGINUM. [Ungur rithöfundur sendir Eimreiðinni þessa
mynd, með tilmælum um að birta hana. Eimr. sér ekki ástæðu
til annars en verða við þeim tilmælum.]
Hún kom eins og Ijósgeisli á móti mér á veginum. Augu hennar skinu
eins og perlur, og höfgan ilm lagði úr hári hennar. — En ég var rykug-
ur, þreyttur og hungraður.
Mundlaugin blikaði í hönd hennar, — hún þvoði andlit mitt, og ég
varð hreinn í augum hennar. Skikkjan hennar, fannhvít og lögð knipling-
um, féll í mjúkum fellingum niður um hinn beinvaxna líkama. En ég var
þreyttur og hungraður.
Hún breiddi feldinn sinn fannhvíta á óhreina jörðina, svo ég mætti
hvílast. Ég sá hana standa álengdar í kvöldhúminu, þar sem ég hvíldi
undir linditrjánum, en inni í skóginum glóðu maurildi, og ormar skriðu
• þurru laufinu umhverfis mig. Og ég kvaldist af hungri.
Blik mánans varp undraljóma á andlit hennar, er hún kom til mín og
rétti mér hönd sína döpur. En ég brást henni og slepti ekki höndinni.
Hún lá í faðmi mínum, og ég teygaði ilminn úr hári hennar og blóð-
hitann frá líkama hennar. Eldar læstust um hverja taug. En þegar geislar
mánans Iéku um ásýnd hennar, sá ég að hún var liðið lík.
I sama bili kvað við Iangur, draugalegur hlátur innan úr skóginum.
3örð, tungl og stjörnur formyrkvuðust, og ég hrapaði eitfhvað Iangt, langt
niður í ómælanlegt myrkur.
En uppi yfir mér skein ein skær, tindrandi sfjarna.