Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 104
200
RITSJÁ
EIMRElÐIfí
Einkum er Diljá vel lýst. í sorg og í gleði, í meðlæti og mótlæti er hú”
sönn ímynd konunnar, sem fórnar öllu á altari tilfinninga sinna, elskar
og þjáist fyrir ástina — og elskar æ því meir. Steinn Elliði segir á ein-
um stað í bókinni, að konan sé skækja (hann á við eiginkonuna). Þetta
er öfugmæli. Jafnvel skækjan er kona, hefur möguleika til að vera ást-
mey og móðir, og það er hennar mesta hrós og Iyftir henni upp í æðra
veldi. Eg veit ekkert æðra hér í heimi en þá konuást, sem flýgur dýrð-
leg yfir fen spillingarinnar og yfirstígur synd og dauða og gröf — nema
ef vera skyldi afkvæmi konunnar, barnið. —
Bókin er sumsfaðar rituð af talsverðri snild. Höf. er skáld og getur
sett sig í annara spor. Stíllinn glitrar víða af andríki og smellnum lík-
ingum, þótt hann Iendi að vísu stundum í smekkleysum. Sagan um Ljón-
harð Pípín er til dæmis ágæt. Og sumstaðar hefur höf. sig til hæða
hressandi gagnrýni á söguhetjunni, t. d. á bls. 58: „En meinlætamannin-
um varð ekki að vegi að Iyfta henni upp í faðm sinn til að kyssa hana
á augun“. En ræður Steins Elliða og hugleiðingar eru stundum helzt til
langar, og manni er sagt meira en sýnt af snild hans og ágæfi.
Einn stór blettur er á bókinni; það eru tilvitnanirnar á útlendum mál-
um. Þær bera vott um oflátungsskap, og hefði höf. getað komist hjá að
misbjóða íslenzkum almenningi, ef hann hefði látið svo Iítið að þýða
þær á íslenzku neðanmáls. Nú eru þær eins og dauðir blettir á lifandi
líkama fslenzkunnar. En hugsunarsemi höf. náði ekki svo Iangt. Enn
fremur er „rithöfundatalið" í bókinni hálf-ósmekklegt, þótt það beri að
vísu vott um mikla lesningu. —
„Vefarinn mikli frá Kasmír" er all-mikið skáldverk, en ekki hent ó-
þroskuðum sálum, sem gleypa alt ótuggið. Það þarf þroska til að hafa
gagn af þeirri bók, greiningu góðs og ils, en ekki verður það lagt höf. til
lasts. Hann hefur með þessari bók tekið sér sæti meðal fremstu rithöf-
unda íslenzkra, og sjálfsagt á hann eftir að þroskast mjög enn.
Jakob Jóh. Smári.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: MUNKARNIR Á MÖÐRUVÖLL-
UM. Leikrit í þrem þáttum. Reykjavík. Prentsmiðjan Acta. 1926.
Davíð Stefánsson er þegar orðinn kunnur fyrir ljóð sín, sem virðast
njóta all-mikillar alþýðuhylli, enda eru þau auðskilin og lipur og mjög
við almennings hæfi — ekki djúphugsuð, en víða smellin og yfirleitt mjög
lagleg. En þetta er fyrsta tilraun hans við leikritaskáldskap, og má segja
að vel hafi fekizt fyrir byrjanda. Leikritið er mjög læsilegt og fer all-vel