Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 18
202
GOÐAST]ÓRN
EIMREIÐIN
drekka meira. Meinsemdir þing- og lýðræðisins vilja fiestir
lækna með auknu lýðræði.
Læknar um allan heim fylgja föstum reglum, er þeir at-
huga sjúkdóma manna, og svo vel hafa þær gefist, að þær
hafa staðist allar framfarir og breytingar öldum saman. Þeir
grenslast eftir hversu sjúkdómurinn hófst og hafðist við,
hversu ástand sjúklingsins er við skoðunina, draga svo sínar
ályktanir af þessu hver sjúkdómurinn sé og af hverjum rót-
um runninn. Síðast kemur svo að því, hver meðferð muni
bezt eftir öllum atvikum, og hversu orsök sjúkdómsins verði
bezt numin burtu.
En þessar gömlu reglur gilda ekki að eins um sjúkdóma
einstakra manna. Þær eru eflaust jafngóðar og gildar, þegar
rætt er um sjúkdóma þjóðfélagsins, þó stjórnmálamenn hafi
ekki að jafnaði náð þeim þroska að fylgja þeim. Vér getum
ekki komist hjá því að gera oss grein fyrir, hverjar séu helztu
skuggahliðarnar á núverandi þjóðskipulagi og af hverjum or-
sökum þær séu sprotnar. Vér verðum að þekkja þessar or-
sakir til þess að geta numið þær burtu, en það er auðvitað
eina umbótaleiðin.
Ég skal ekki eyða mörgum orðum til þess að rekja galia
og skuggahliðar þingræðisins. Ég hef gert það oftar en eitt
sinn og síðast í ritlingi mínum »Ut úr ógöngunum«. Eg
kemst þó ekki hjá því að nefna helztu skuggahliðarnar a
nafn. I fáum orðum eru þær þessar:
Þingmennirnir eru flokksmenn, leiðtogarnir flokksforingjar,
stjórnin flokksstjórn. Þjóðin ræður litlu, stundum engu, þó
svo heiti að hún ráði öllu, og kjósendurnir eru lítið annað
en taflmenn, sem foringjarnir flytja fram og aftur í skáktafh
þeirra um völdin, Og flokkshagurinn er ætíð metinn meira
en þjóðarheill og landshagur, ef á milli ber.
Með flokkaskiftingunni er friðnum slitið í landinu og öllum
landslýð skift í fjandsamlega flokka, sem nota hvert tækifæri
og öll ráð, bæði góð og ill, til þess að vinna andstæðingun-
um tjón.
Helztu vopnin, sem notuð eru í þessari geigvænlegu innan-