Eimreiðin - 01.07.1929, Page 39
Eimreiðin REVKJAVÍKURSTÚLKAN 223
l<osti fegurðarmunurinn auðsær. Gríska línan er löng og fall-
andi, og þungadepillinn er öxlin. Lína íslenzka búningsins er
stutt og brotin, og þungadepillinn er mjöðmin.
Þá er mörgum illa við, að Reykjavíkurstúlkan skuli klippa
a sér hárið. Mönnum finst hárið vera einskonar sérdjásn kon-
unnar, sem ekki megi missa sig. Já, það hefur verið það —
uni rúm 200 ár. Og nú var það orðið of langt. Sumum þykir
að vísu hárið fallegast sem lengst. Mér þykir það fallegast
sem styzt. En aðalatriðið er, hvernig stúlkurnar sjálfar vilja hafa
tað. Sem stendur vilja þær allar hafa það stutt. Og þar
neð búið.
Þeir, sem geta nú sætt sig við alt þetta, geta þó sumir
ekki fyrirgefið Reykjavíkurstúlkunni, að hún skuli vera að
endurbæta hörundslit sinn, þó að ég verði að segja henni
Það til hróss, að hún geri það yfirleitt með varúð og smekk.
En annars er þessi aðfinsla blátt áfram sálfræðislegt glappa-
skot. Hér í bænum eru sagðar 1500 fleiri konur en karlmenn.
^ér þurfum ekki annað en að hugsa oss, að allar þessar
1500 konur þekki karlmennina nokkurnveginn jafn vel. Þá
er gátan ráðin.
Um andlega framtakssemi Reykjavíkurstúlkunnar verð ég
iáta, að hennar gætir lítils í opinberu lífi. Hún skiftir sér
ekkert af blaðamensku, á sér ekkert sæti í kenslustólum há-
skólans, stundar sama og ekkert fræðimensku, nýtur sín ekki
a lélegu leiksviði, og vekur yfirleitt hvorki til hrifni né and-
^æla á andlegum sviðum. En mér er spurn: Hvernig á hún
að gera það í þessu umhverfi? Andlegu lífi voru er svo
káttað, að það hvetur hana sannarlega ekki til þess. Það er
að öllu vel íhuguðu vafasamt, hvort yfirleitt verður talað um
n°kkurt andlegt líf í höfuðstað vorum. Stendur hér stormur
Urn nokkurn andans mann? Koma hér fram nýjar hugsanir,
sem þróttmikil æska greypir í fána sinn, eða þróttmikil æska
ris öndverð á móti? Hvar eru stúdentarnir? Það er varla, að
ðaerinn viti af því, að Stúdentafélagið sé til. Vér höfum eign-
as| aðdáanlega sjómannastétt, vér höfum eignast verkamanna-
slétt, sem fylkir sér þétt um hagsmuni sína, vér höfum eign-
ast verzlunarstétt, sem gerir eins, og einmitt í þessari bar-
attu. sem fylgir lífinu, vex lífið, efnahagur vor blómgast, tekn-