Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 55
EIMREIÐIN
VIKTOR RYDBERG
239
lLegg þú mér þau orð á tungu, sem fóstra dáð, dreng-
skap og manndáð hjá þjóð minni og láta eilífðarmyndir svífa
fyrir sjónum fólksins á leið þess að markinu mikla, sem bíður
t>ak við ár og aldir*.
En hér hefur Viktor Rydberg einnig lýst innihaldi og áhrif-
Urn síns eigin skáldskapar. Hann hefur eggjað til dáða,
drengskapar og manngæzku eins og óþreytandi skjaldsveinn
hugsjónanna. Hann gerði þetta kröftugar en nokkur annar
^aður f. Svíþjóð, sem lifði samtímis honum. Og hann hefur
a kinn undursamlegasta hátt getað látið eilífðarmyndir svífa
Vfir braut þeirri, sem landar hans eiga að ganga. Því að,
^Ve umfangsmikil sem áhugamál hans voru, og hversu marg-
^tt sem menningarstarf hans var, þá var hið trúarlega ætíð
lnsti kjarninn. Og Viktor Rydberg gæti með meira rétti en
ílestir aðrir tekið sér í munn hið fagra orðtak fornmenta-
stefnunnar: »Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi*.
Það var andlegt aðdráttarafl, sem hafði áhrif á hug hans
°9 hjarta, hugsanir og tilfinningar, og dró hann frá því hvers-
dagslega í fyrirbrigðum lífsins að kjarna tilverunnar. Hann
®er alt „sub specie æternitatis“, í skuggsjá eilífðarinnar. Til-
mningin fyrir óendanleikanum streymir eins og orgelhljómur
Ulu allan skáldskap hans. Eilífðarþráin er himinhvolfið yfir
uu9smíðum hans. Minningarljóðin,1) sem hann orti á 400 ára
afjnæli háskólans í Uppsölum 1877, settu mjög svip á þá
^inningarhátíð. En þau eru jafnframt trúarjátning skáldsins.
Eilífðarvissan, eilífðin sjálf, býr í brjósti sérhvers manns.
f týðingu Matthíasar segir svo:
„Hver, sem helgar hug og minni
heilagt, fagurt, satt og gott,
hann á inst í öndu sinni
eilífa lífsins pant og vott“.
sænsk skáld munu hafa skilið og fundið næmar jarð-
neskan hverfleik en Viktor Rydberg. Þó er trú hans sterk á
9°fgun mannsandans, göngu hans og sókn upp og fram. Og í
u9smíðum hans og kveðskap er mildur stjörnuljómi yfir
r) Matthías Jochumsson hefur þýtt minningarljóð þessi á íslenzku.
au birtust í „Þjóðóifi" 27. okt. 1877.