Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 56
240
VIKTOR RVDBERO
EIMREIÐIN
þessari iraustu trú. »Lífsbaráttan hefur tilgang, dýpsta læging
á sér huggun«, er hvíslið, sem heyrist úr djúpum þess dulda
og ómar í eyrum einmana sálar í sárustu baráttu og nístandi
hugarstríði. Það er hvíslið, sem kveður við í eyrum mann-
anna barna, þegar kvölin kreppir sárast að. Leyndardómar
þjáninga og harma eru skýrðir sem þroskaskilyrði.
„Gá fram, du mánsklighet, var glad, var tröst!
Ty du bar evigheten i ditt bröst".1)
Viktor Rydberg var laus við trúarkreddur og óháður svo-
kölluðum kristnum kennisetningum. (»Bibelns lára om Kristus*
(1862) og fylgirit þess eru árás á trúfræði »rétttrúaðra«). En
lífsskoðun hans er mótuð af áhrifum frá hugsjónum ]esú
Krists og manngæzku, sem hvergi er betur lýst en í Nýja
testamentinu.
I »Den nya Grottesángen* (1891) greinir hann frá óljós-
um grun sínum um það, hvaða afleiðingar eiginhagsmuna-
baráttan milli stétta þjóðfélagsins muni hafa. Hann velur sér
þetta viðfangsefni víðar í ritsmíðum sínum, kvæðum og sög-
um, sem bera vott um óvenju vítt útsýni og skarpan skilning
á lífinu, jafnframt því sem þau eru þrungin næmri réttlætis-
tilfinningu. Og hann bendir á eina bjargráðið. Tekur það
menn sterkari tökum nú en á dögum Rydbergs. En þetta bjarg-
ráð var endurvakning samkendarinnar hjá mönnunum, sem a
fegurstu fyrirmynd og bróðurlegustu áminningu í gamla gleði-
boðskapnum síunga um föðurinn á himnum og bræðurna á
jörðunni.
»Prometeus och Athasverus* (1877) er efnisríkt kvæði og
áhrifamikið. Það er sígilt af því, að boðskapur þess á við
alla á öllum tímum. í kvæði þessu leiðir Viktor Rydberg
lesandann á vegamót og greinir frá skærunum milli »þess,
sem er« og »þess, sem ætti að vera«. Segir hann þar fra
reiptoginu milli þeirra, sem hylla »guð aldarfarsins« — °S
hinna, sem berjast góðri baráttu fyrir hugsjónir þær, er góð
samvizka hefur birt þeim. Og loks lætur hann Messías birt-
ast fjötraða jötninum, sem hefur ekki getað eytt hatrinu ur
1) Oakk braut þína glaður og ókvíðinn! | Því að eilífðin býr 1
brjósti þínu. Þýð.