Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 76
260
RASPUTIN
EIMREIÐIN
þeim sem áliti þeirra væri stefnt í voða með umgengni þeirra
við þennan óheflaða og ósiðaða bóndadurg. Utlit og fram-
koma Rasputins vakti ógeð þeirra, enda fór því fjarri, að
Rasputin breytti háttum sínum hið minsta við hirðina. ]afnan
heilsaði hann og kvaddi keisarahjónin með kossi, og altaf
talaði hann við keisarann sem jafningja sinn, og mislíkaði
honum eitthvað, sló hann hnefanum harkalega í borðið.
Vmsar hneykslissögur fóru nú að ganga af Rasputin, sann-
ar og lognar, og var þeim óspart haldið á lofti af óvildar-
mönnum hans. Meðal annars var fullyrt, að hann hefði fíflaö
barnfóstruna við hirðina, þegið mútur og »elskaði bæði vín og
víf«. Eins og við var að búast gerðu andstæðingar hans sér
mat úr þessum mannlegu veikleikum hins heilaga manns.
Loks varð óvildin gegn Rasputin svo mögnuð, að keisaranum
þótti ráðlegast að taka fyrir komur hans til hirðarinnar og
eiga heldur fundi með honum á óhultari stað.
Nokkur ár liðu þar til Rasputin færi að beita áhrifum sín*
um í stjórnmálunum. En þegar hann hafði trygt sem bezt
áhrif sín yfir keisaranum, fór hann smátt og smátt að skifta
sér af ýmsum opinberum málum, einkum kirkjumálum. Arið
1911 fékk hann því til leiðar komið, þrátt fyrir mótmæh
klerkastefnu, að munkur einn að nafni Warnawa var gerður
að biskup í Tobolsk. Warnawa þessi hafði verið garðyrkju-
sveinn í klaustri einu áður en hann gerðist munkur og var
algerlega ómentaður og atgervislaus, en í æsku hafði hann
verið vinur og leikbróðir Rasputins. Með þessu tiltæki sínu
óvingaðist Rasputin við klerkastéltina, og úr ýmsum áttum
magnaðist mjög andúðin gegn honum. Sá hann brátt, að áhrif
sín voru engan veginn eins traust og æskilegt var. Tók hann
þá það til bragðs að fara pílagrímsferð til ýmsra helgra bor9a
svo sem Kiew, Konstantinópel og Jerúsalem. Sagðist hann
finna, að hann hefði ekki nægan mátt til að standast allar
freistingar djöfulsins, en tii þess að bæta fyrir þessa veikleika
sína og jafnframt eiga hægra með að verjast árásum fjand-
manna sinna kvaðst hann leggja út í þessa miklu pílagrímsfór-
Þessi ákvörðun hans jók mjög á álit hans hjá keisaranum
og þá ekki síður hjá drotningunni. Þóttist hún með þessu fa
enn frekari sönnun fyrir því, hve góður og guðhræddur mað'