Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 82
266
RASPUTIN
eimreiðin
að skækja ein að nafni Gussewa sýndi Rasputin banatilræði
árið 1914, eins og fyr var nefnt.
En þó að svona hrapalega hefði tekist til fyrir Iliodor,
hætti samt ekki morðbruggið gegn Rasputin. Einn ráðherrann,
er Rasputin hafði komið til valda, ákvað að láta myrða hann.
En eftir miklar bollaleggingar og gífurlegt umstang varð sú
ákvörðun að engu.
En um líkt leyti og ráðherrann var að brugga Rasputin
banaráðin, hafði sama hugsun vaknað hjá öðrum manni. Var
það Felix Jussupoff fursti. Hann var af háum ætfum og tal*
inn vellauðugur, og auk þess var hann í tengdum við keisara-
ættina.
Rasputin hafði fengið hinar mestu mætur á þessum unga
og laglega manni og var heillaður af hinni fáguðu og prúðu
framkomu hans. En hinsvegar fekk Jussupoff snemma mestu
óbeit á Rasputin, og eftir því sem honum bárust fleiri sögur
af hinu spilta lífi hans og þeim geysilegu áhrifum, sem hann
hafði á keisarann, varð þessi óvild brátt að stæku hatri. Þótti
honum sem heill og heiður Rússlands og keisaraættarinnar
væri í veði, ef Rasputin væri ekki hiklaust rutt úr vegi. Ásetti
hann sér því að frelsa föðurlandið og keisaraættina undan
áhrifum þessa hættulega manns, og myrða Rasputin. Fékk
hann í lið með sér tvo menn aðra, þingmann einn að nafni
Purisckkewitsch og Pawlowitsch stórfursta, frænda keisara. Að
kveldi þess 16. dezember 1916 lokkaði Jussupoff Rasputin
heim til hallar sinnar. Byrlaði hann honum eitur, en svo bra
við, að það virtist engin áhrif hafa á Rasputin. Lokst tókst
honum að murka úr honum lífið, eftir að hafa sært hann
mörgum byssuskotum.
Fregnin um morð Rasputins þótti víðast hin verstu tíðindi-
Hann hafði, þrátt fyrir alla sína bresti, verið vinsæll maður
af flestum og þó einkum af almúganum. En einkum s|°
þessi fregn óhug á keisara og drotningu. Þau fyltust Se'S
og kvíða, er þau mintust spár Rasputins: »Skömmu eftir
dauða minn mun keisarinn missa krúnuna*. Sú spá átti ser
ekki langan aldur. Nokkrum mánuðum síðar hrundi rússneska
keisaradæmið í rústir.