Eimreiðin - 01.07.1929, Side 86
270
GRASAFERÐIR
EIMREIDIN
árs nægilegrar brúkunar 9 funnur mjöls, 8 kútar grjóna, 8
kútar bauna og 18 hestar grasa; hér var ætíð nokkru mjöli
blandað með grösunum við skekna og því næst vatnsblandaða
mjólk, og grauturinn soðinn daglega. Á öðrum bæ, prestssetri
í sömu sýslu, sem eins kostar hafði málnytu 12 kýr og 80
ær, er 25 kúgildi, en ekki sjávargagn eða fiskifang, með 12
manns í heimili, alt eins gestkvæmt og í vegi þurfamanna,
var reglan þannig: 2 tunnur mjöls, 3 kútar grjóna og 12
grasahestar. Hér var aldrei mjöli blandað í grasagrautinn,
sem soðinn var af grösum og mjólk með einsömlu búrvatninu,
þegar smjörið var aftekið, hvert kvöld frá fráfærum til kross-
messu á hausti, en á morgna gert skyr. Varð svo búmatar-
söfnuðurinn á haustin, auk þess sem fólkið hafði neytt um
sumarið, þrjú þriggja tunnu ker skyrs og 4 þriggja tunnu ker
grasagrautar til vetrarforða, sem síðan var blandað me3
flautum af daglegri nýrri mjólk úr fjósinu*.
Af þessum og öðrum heimildum sést, að menn hafa alment
á Norður og Austurlandi notað sér fjallagrös til matar á 18.
öld og langt fram á 19. öld. Ekki sízt hefur verið mikið um
grasatekjuá siglingarleysis- og hallærisárunum í byrjun 19. aldar.
I sóknarlýsingu Garðssóknar í Kelduhverfi 1839 segir svo:
»Á skipleysisárunum 1808—1810 safnaðist svo mikill fólks-
fjöldi á Reykjaheiði til grasatekju, að hún örtíndist blað fvr>r
blað og hefur síðan aldrei náð sér aftur*.
Árið 1810 var grasatekjan orðin mjög lítil víða, og 1812
flutti grasafólk úr tjöldum sínum og átti örðugt með að brjót-
ast til bygða. Á þessum hallærisárum kom það jafnvel fyr>r’
að bændur í Eyjafirði sendu fólk sitt norður í Þingeyjarsýsl»
til grasatekju á heiðunum hér.
í ferðabókum útlendra ferðamanna, sem ferðuðust hér a
Iandi á fyrsta fjórðungi 19. aldar, er getið um fjallagrös. T. ó-
segir L. Thienemann, sem ferðaðist hér um 1820—1821, að
fjallagrös séu mikið notuð hér, og að þau séu miklu kröftuSrl
en þau fjallagrös, sem vaxi á Þýzkalandi.
Hér í Þingeyjarsýslu munu grasferðir hafa haldist við frarn
um 1870 eða nokkuð lengur, en eftir þann tíma munu þ&r
að mestu hafa lagst niður, hvað sem valdið hefur. Þó eru
enn norður hér nokkrir húsbændur, sem senda heimilisfólk