Eimreiðin - 01.07.1929, Síða 88
272
GRASAFERÐIR
EIMREIÐIN
kom það fyrir, að þau voru saumuð úr brekánum aðeins til
ferðarinnar og síðan tekin í sundur, þegar heim kom.
Þá var að útbúa nestið. Grautur og nýtt skyr var látið í
kollur — ef búið var að færa frá ásauðum. — Smjör, og
stundum bræðingur, drepið í stokka og öskjur. Brauð, harð-
fiskur og ket og svo mjólk til útáláts, og sýra til blöndu-
gerðar í kútum og leglum. Kaffi og sykur var líka tekið til,
því venja var að drekka kaffi iil hressingar og hita á eftir
mat, og var ekki vanþörf á því, því oft vildi verða svalviðra-
samt til fjallanna, þótt komið væri fram undir miðsumar.
Kaffiketill var líka sjálfsagður og einn eða tveir bollar til að
drekka úr. Var það látið duga, þó að 6—8 manns yrði í förinni.
Þá var að taka til pokana. Þeir þurftu margir. Fyrst og
fremst pokar til að tína í — jafnmargir og grasafólkið var —'
og svo pokar til að safna grösunum í til heimflutnings. Mest
munu hafa verið notaðir hærupokar. Og kom það ó-
sjaldan fyrir, að tínt var í belgi. Voru þeir úr eltiskinni og
þóttu léttari og betri til ítínslu en pokarnir, og ekki eins
hætt við að þeir blotnuðu við döggfall, eða þó að skúr gerði
í grasamónum.
Jafnhliða pokunum voru svo grasaböndin tekin og athuguð-
Ekki voru það snæri, heldur fléttingar úr togi eða ullarreit-
um, og þóttu þeir voðfeldari en að hafa snæri. Voru þeir oft
marglitir, og þótti mörgum, ekki sízt unglingum, mikill fengur
að hafa þá sem skrautlegasta að litbrigðum. Notuðu menn
sömu böndin venjulega ár frá ári. Þá mátti ekki gleyma skó-
þræði, nálum og skinni til skóaðgerðar, því skófrekt var,
þegar langt þurfti að ganga frá tjaldi og útilegan átti að vera
6—12 daga, sem oft var siður.
Rúmföt voru venjulega ekki flutt með önnur en brekán og
stundum teppi til að hafa yfir sér, og þá gæruskinn eða þófar.
Undirsængur voru ekki notaðar, því það var látið nægja
rífa hrís, mosa eða lyng, til að liggja á meðan sofið væri.
Þegar alt var tilbúið, var lagt á stað. Venjulega var ferðm
hafin snemma morguns. Þó fór það nokkuð eftir því, hvað
langt var í grasaheiðina. Ekki reið grasafólkið að jafnaði »
hnökkum eða söðlum, heldur voru notaðar reiðingameljur og
þófar, og það gyrt með reiptagli eða brugðnum yfirgyrðinS1*