Eimreiðin - 01.07.1929, Side 92
276
GRASAFERÐIR
EIMREIÐIN
flutningurinn. Mátti þá oft líta langar lestir grasahesta, þegar
margt fólk hafði farið frá sama bæ, eða ef tveir bæir höfðu
lagt saman, eins og stundum var gert.
Þegar heim kom, voru grösin þurkuð og marg-hrist. Síðan
látin í poka eða tunnur og geymd á þurrum stað.
Fjallagrös voru notuð til matar á ýmsan hátt. Algengast
var að nota þau í vatnsgraut, sem borðaður var á málum
saman við skyr, og mjólk út á. Voru grösin þá venjulega
bleytt í vatni og söxuð síðan í trogi eða bala með grasa-
járni. Grasajárnið var svipað og tóbaksjárn, nema enn meira
hálfmánalagað og með einu skafti eða handfangi, en ekki
með tveimur hnúðum eins og tóbaksjárn. Var manni ætlað
að saxa með annari hendi. Þegar búið var að saxa grösin,
var helt á þau volgu vatni. Settist þá ruslið úr grösunum
ofan á vatnið. Síðan voru þau þvegin vandlega, og svo látin
í pottinn. En áður en það var gert, var suðan látin koma
upp á grautarvatninu og sáldrað út á það mjöli. Var það
kallað útálát eða ákast. Stundum voru grjón höfð í grautinn
með grösunum. Síðan var grauturinn soðinn hæfilega lang-
an tíma.
í mjólkurmat voru grös mikið notuð. Voru þau þá tínd
blað fyrir blað og þvegin svo. Þótti það seinlegt verk að
tína grösin, og var aðallega ætlað unglingum og gamalmenn-
um, eða öðrum liðléttingum. Voru grös stundum tínd á vetr-
um og geymd til sumars, svo ekki þyrfti að eyða dýrum
tíma til þeirra verka. Vmist voru grösin notuð í mjólkurgraut
með grjónum, eða þá eingöngu, og var það þá kallað grasa-
mjólk. En þó grösin væru mest notuð í grauta, voru þau þ°
líka höfð í pottbrauð og sláfur á haustin. Voru þau þá bleytt
og söxuð og síðan þvegin vandlega og sett saman við
brauðsoppuna, áður en mjölinu var hnoðað upp í hana. En 1
slátur voru þau sett um leið og mjölið var hrært saman við
blóðið. í lifrapylsu munu þau ekki hafa verið höfð. Þótti þa^
mjög gott að hafa þau bæði í brauð og slátur til sparnaðar
á mjölinu.
Ennfremur voru grösin — eða seyðið af þeim — notað til
drykkjar í staðinn fyrir te eða kaffi. Voru þau þá soðm
nokkra stund í vatni, og síðan tekin frá og vatnið drukkið-