Eimreiðin - 01.07.1929, Side 96
280
SÁLRÆNAR RANNSÓKNIR
eimreiðin
eins og ég hef horft á hana í nokkra morgna undanfarið-
Hún er mér ógleymanleg. Það er venjulega þoka fram eftir
nóttunni. Hún legst yfir á kvöldin. Köld og grá Iiggur hún
yfir öllu, fjöllum, sléttum, sjó. En undir morguninn verður
einkennileg breyting á þokunni. Kuldinn og hráslaginn í loft-
inu hverfur. Það er eins og þokan sé sem óðast að glata
þeim eiginlegleikum, sem mest einkenna hana að jafnaði. Hún
er orðin líkust mjúkum, ljósrauðum silkislæðum, sem sveipast
um fjöll og dali. Fjallatindarnir í vestri hafa brugðið þoku-
lindunum niður fyrir axlirnar og teygja kollana upp í bláan
fjarskann, kafrjóðir af kossaregni sólarinnar úr austri. Enn er
láglendið og austurfjöllin í þokumóðu. En hægt og hægt fellur
hulan — þar einnig. Eg sé í norðaustri, hvar tindur rís ur
kafinu. Fjallseggina ber við bláan himin. Fyrir hana sindrar
fyrstu geislum sólar, og á örstuttri stund brunar drottning
dagsins fram í allri sinni dýrð. Oteljandi daggperlur glitra i
grasinu umhverfis mig, og frá brjóstum jarðar stígur eins
og feginsstuna upp mót blátærum himni. Þannig er koma
dagsins oft í sumum héruðum íslands að sumrinu, og þanmS
hefur hún verið þessa morgna.
Eg fullyrði, að þessi lýsing mín sé sannari en þess manns,
sem aldrei hefur séð sólina koma upp á þessum slóðum. 03
ég hlýt að taka þá menn trúanlegri, sem hvað eftir annað
hafa verið sjónarvottar að sálrænum fyrirbrigðum og rar.n-
sakað þau um langt skeið, en hina, sem aðeins hafa kyns*
þeim lauslega af sjón og reynd, eða þá aldrei nema af orð*
spori. Eg þarf ekki að telja hér upp alla þá mörgu sjónar-
votta, sem sjá hina dýrðlegustu dögun á hugarhimni mann-
kynsins í árangri þeim, sem þegar er fenginn af sálarrann-
sóknunum. Nöfn margra þeirra eru kunn. Ég ætla aðeins að
þessu sinni að rekja einn þátt þess mikla starfs, sem unnið
er nú víðsvegar um heim á þessu sviði. Ég mun í frásögn
minni um »Margery-málið« aðeins skýra frá reynslu sjónar-
votta, sem allir eru nafnkunnir menn.
Frú Mina Stinson Crandon er gift skurðlækninum L. R-
Crandon, sem er sérfræðingur í handlækningum, um lanðj
skeið prófessor í þeirri grein við Harvard-háskóla, og nu
kunnur læknir í Boston. Hann hóf sambandsfundi með konu