Eimreiðin - 01.07.1929, Qupperneq 106
290
SÁLRÆNAR RANNSÓKNIR
eimreiðin
for Psychical Research*, aprílheftið 1926). En þegar kemur
til hans kasta um staðfestingu á fyrirbrigðunum, brestur hann
hugrekkið að dómi þeirra félaga, og komast þeir svo að orði
um þetta: »Hugarástand hans er ekki varúð. íhald og var-
kárni er hvorttveggja nauðsynlegt í vísindum. En >staðreynd-
irnar verða þó ætíð að ganga fyrir öllu öðru«, eins og
Driesch hefur komist að orði. Þó að dr. McDougall hafi
hvað eftir annað athugað sálræn fyrirbrigði með tækjum,
sem hann hefur sjálfur búið til, og geti ekki gefið neina
eðlilega skýringu á þessum fyrirbrigðum, er viðkvæðið samt
enn hjá honum þetta: »Ef ég ætti að lýsa því yfir, að dular-
full fyrirbrigði gerðust, yrði ég að afneita þeirri heimspeki,
sem ég hef fylgt alt mitt líf*. Hvílík svndajátning! Hvílíkar
öfgar! Réttindi vísindamannsins hverfa og verða að engu.
Óyggjandi staðreyndir hljóta þó ætíð að kollvarpa hve gam-
alli heimspeki sem fyrir er, ef þær fara í algerðan bág við
hana«.
7. Rannsóknir hr. Ma/colm Birds. Eins og áður er getið,
var ]. Malcolm Bird ritari »Scientific American«-nefndarinnar.
En síðan hefur hann hvað eftir annað setið á fundum
með Margery og kynt sér hina dulrænu hæfileika hennar út i
æsar. Alt, sem gerst hefur á þessum fundum, er nákvæmlega
skrásett. Þrjár ljósmyndavélar hafa verið notaðar á þeim oS
margar myndir teknar, við leifturljós, af útfryminu. Úr útfrym-
inu mynduðust stundum hendur, og hafa náðst mót af þeim.
Hvað eftir annað hafa fundarmenn fengið að þreifa á útfrym-
inu, en svo virðist sem það valdi miðlinum mikils sársauka
að snert sé við því, líkt eins og komið sé við opið sár, enda
varð að gæta hinnar ýtrustu varkárni við þær tilraunir.
8. Skýrslu-tímabilið. Segja má að vísu, að þetta tímabil nai
yfir allan tímann síðan fundirnir með Margery hófust, eða
síðan árið 1923, því altaf hafa öðru hvoru verið að berast
frásagnir af fundunum, bæði í ræðu og riti, eftir þeim, sem
þar hafa verið viðstaddir. En þó er það ekki fyr en á árun-
um 1926—1928, að nákvæmlega hefur verið skýrt frá tilraun-
unum opinberlega. I annálum Ameríska sálarrannsóknafélags-
ins frá þessum árum er yfirlit um málið ásamt mörgum
myndum þeim, sem teknar hafa verið á fundunum. Auk þess