Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 115
Eimreiðin SÁLRÆNAR RANNSÓKNIR 299
ástandi), en hann á heima uið »Niagara Falls« um 720 kíló-
metra frá Boston.
Flokkurinn á heimili Crandons læknis kom saman um kl.
9 um kvöldið, og settust menn í hálfhring við byrgið í funda-
herberginu. Fundarmenn voru X kapteinn, hr. J. H. Brown,
E. E. Dudley, frú Richardson, hr. A. R. Crawford frá háskól-
anum í Chicago, dr. E. W. Brown. Næstir byrginu sátu X
kapteinn annarsvegar og E. W. Brown hinsvegar. X kapteinn
tók fram kortapakka, og höfðu kortin verið búin til á skrif-
stofum hans, þannig, að skrifstofuþjónarnir höfðu hver um sig
búið til eitt kort og límt einhverja auglýsingu á það, af
handahófi. Síðan voru öll kortin látin í kassa inni í herbergi
shrifstofustjórans og búið um kassann. Skrifstofustjórinn inn-
siglaði síðan pakkann með kassanum í, án þess að líta á
^ortin, og afhenti hann X kapteini. í fundarbyrjun afhenti
svo X kapteinn hr. ]. H. Brown pakkann. Hann hélt á hon-
Urn í hendinni svo allir sáu, meðan fundarmenn voru að koma
sér fyrir /y\eg þessu var girt fyrir, að nokkur lifandi maður
v‘ssi um öll kortin í pakkanum. Til þess að búa til hvert
b°rt og líma á það einhverja auglýsingu hafði verið valinn
sbrifstofuþjónn, sem ekki hafði hugmynd um í hvaða tilgangi
hann var látinn gera þetta. Enginn þjónanna hafði útbúið
nema eitt kort, og án þess að vita um nema það eina. Eng-
'nn þjónanna hafði auk þess hugmynd um, hvað gert var við
kortin, eftir að þeir afhentu þau. Þegar fundarmenn voru
seztir, var dyrunum tvílæst og ljós slökt. Mynduðu þeir keðju
me5 því að haldast í hendur. Á meðan lá kassinn með kort-
nnum í á knjám hr. Browns. Brátt fóru að koma kulda-
strokur innan úr mannlausu byrginu, og hendur sumra fundar-
‘nanna kólnuðu upp. Kl. 910 hristi hr. Brown kassann til þess
að rugla kortunum, tók lokið af og lét X kaptein draga eitt kort.
^ann hélt því milli fingranna í nokkrar sekúndur og rétti
baö síðan hr. Crawford. Á meðan lokaði hr. Brown kassan-
Uttl og lagði hann í stól þann, sem E. E. Dudley sat í, —
baki honum. Hr. Crawford hélt kortinu upp á rönd yfir
miöju borðinu. Skýrði hann frá því, að á meðan hann héldi
vinstri hendinni þannig, yrði hún ísköld, jafnframt kvartaði
hann um verk fyrir brjóstinu og fanst sér verða hálf-flökurt.