Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 148
332
GUÐFRÆÐINGAR OG ÞJÓÐIN
eimreiðin
Mig hefði langað til að geta um allmikið fleiri af athuga-
semdum andmælenda minna. Einkum finst mér frásögnin um
trúfræðina, sem »hefur að geyma heildarmynd þeirrar heims-
skoðunar, sem Kristur hefur gefið . . . tekur fult tillit til
heimsmyndar vísindanna og lætur í engu skorta fullkomna
viðurkenningu á hugmyndum samtíðarinnar« gefa tilefni til
nokkurra hugleiðinga. Þó skal þeim hér slept. En frá þessu
máli er naumast rétt að hverfa, fyr en athugað hefur verið
lítillega, hvaða hugsanir vakni við þá fullyrðingu K. A., að
alt guðfræðinámið snúist um að fá sem nákvæmasta fræðslu
um Krist og skilning á honum.
Menn skyldu nú ætla, að unt væri einhversstaðar að ganga
að þeim niðurstöðum, sem guðfræðideildin hefur komist að
um þetta efni, sem hún hefur verið að fást eitthvað við, fra
því er Háskólinn var stofnaður. Kennarar skólans hafa verið
viðurkendir starfsmenn. Þeir hafa ritað bækur um margvísleg
efni, en það er furðulega örðugt að ganga að nokkurri bók,
þar sem unt sé að fá ljósa framsetningu á þeim boðskapi
sem Jesús gerði að lífsstarfi sínu að flytja. Eg held þessu
engu síður fram þótt ég viti, að til sé bók eftir einn guð-
fræðikennarann, sem heiti »Guðfræði Nýja testamentisins«.
Almenningi mætti virðast þetta undarlegt. En sannleikurinu
er, að guðfræðideildin á hér sammerkt við megnið af kristinni
kirkju. Fyrir hvern ærlegan brauðbita af boðskap Jesú eru
mönnum gefnir hundrað steinar. Fyrir hverja andríka hugsun
hans, sem klýfur eins og leiftur molluþrungið hugsanalífið, fa
menn þúsund áminningar um að »meðtaka Jesú«, »koma til
Krists* og annað slíkt gersamlega innihaldslaust hjal. I stað
sprengiefnisins, sem falið er í Nýja testamentinu, fá menn
oblátu og vín úr kaleik. Eitt lítið dæmi kemur mér í hug,
sem í þessu efni er næsta lærdómsríkt.
Fyrir eigi all-löngu var tekin kvikmynd hér í Vesturheimii
sem vakið hefur almenna athygli. Myndin átti að fjalla um
Jesú og nefndist »King of kings«. Reykvíkingar kannast
hana, því að ég sé af blöðunum, að hún hefur verið sýnd
þar í borg. Þess var ennfremur getið einhversstaðar, að erki-
biskup nokkur hefði mælt mikið með myndinni, ásamt öðru
kirkjulegu stórmenni, og ef ég man rétt, var einnig sagt fra