Eimreiðin - 01.07.1929, Page 152
336
EIRÍKUR GAMLI
EIMREinlN
— Bátinn á ég, áður fyrrum
oft ég vað í sjóinn rendi.
Munum báðir tíma tvenna,
tíma nú og fyr á dögum.
Skipin með sér höfðu í hauga
höfðingjar í fornum sögum?
— Alveg rétt, þeir höfðu í hauga
hesta, skip og dýra málma.
Karlinn svarar. — A þeim öldum
eldur gnast af höggum skálma.
Þá varð enginn elli-dauður,
ajlir hraustir féllu í stríði.
Eg hef grun, að enn með Oðni
öl og róstur gleðji lýði.
Ég hef grun, að enn sem áður
ellidauðinn þyngstur verði, —
betra að falla fullur orku
fyrir lífsins skapasverði.
Betur hæfir hrannasyni
hafsins fang en sængurdýna.
Samt mun fár á sama máli.
Situr hver með skoðun sína.
Rétt á eftir kvaddi’ ég karlinn,
kleif um fjöll í næstu sveitir,
gleymdi alveg atburð’ þessum,
unz að hausti, rétt um leitir,
kom þá gestur göngulúinn,
gisti sömu húsakynni.
Hann að morgni sagði sögu,
sem mér fyrnist vart í minni.
— Eitt sinn var í sumar, sagð’ ’ann,
— svartaþoka, en Iogn á sæinn.
Eiríkur frá Yzta-Vogi
ýtti á flot um miðjan daginn.
Gamall maður gömlu skipi
gutla kvaðst þar út með landi. ...
... Viku seinna báti brotnum
brimið velti að Illasandi. —
Böðvar frá Hnífsdal.