Eimreiðin - 01.07.1929, Page 156
340
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
EIMRElÐlN
öðrum vagninum, en í hinum var ég ásamt konunum. Mér
fanst ég vera einmana og yfirgefin, þar sem hvorug þeirra
skildi mig. Auk þessa hafði nú verið sett á mig þykk blæ)3’
svo að ég sá alt eins og í móðu. Liíla slæðan, sem ég tók
á mig við landamærin, var nú ekki talin lengur sæmandi-
Það var víst heldur ekki hætt við, að sæist framan í mig, °S
þó mátti ég varla hreyfa mig svo, að konurnar yrðu ekki
dauðhræddar um, að slæðan félli af mér. Hvað eftir annað
létu þær á sér skilja, að ég yrði í guðanna bænum að f3ra
gætilega. —
Nú fór vegurinn að batna, og seinast ókum við um regh*'
leg trjágöng, svo að nú hlutum við að vera komin í nánd
við Kabul.
Eftirvænting mín jókst stöðugt, og ég var farin að vona>
að Kabul mundi vera allra viðfeldnasti bær. í fjarska sást nn
lág húsaþyrping, er við nálguðumst óðum. Ég spurði hv3
þetta væri. Kabul.
Kabul?!
Við ókum meðfram gráum, ömurlegum húsveggjum úr hörð
um leir. Hvergi sáust gluggar og varla nokkur hurð. Ekke
nema ömurlegur, kaldur múrinn.
Við vorum inni í miðri Asíu. Gluggar snúa þar allin fra
götu. Það hafði Asim reyndar sagt mér áður en við fórun1
frá Berlín. Var þá aldrei hægt frá húsi sínu að virða fVr*r
sér lífið á götunni?
Ekkert svar. Konurnar skildu ekki eitt einasta orð af Þvl’
sem ég var að segja.
Vonbrigðin urðu mér sár, og nú fyrst fann ég, hve hit'na
var óþolandi og hve mjög ég þráði hvíld og frið eftir þlan
ingar þær, er ég hafði orðið að þola.
Bifreiðin nam staðar fyrir framan háan múr, dökkbru
að lit. Hér var okkur sagt að stíga úr. Á rnúrveggnum sa
lítið og lágt hlið — inngangurinn. Eftir að karlmennirnl^
höfðu rekið bylmingshögg á dyrnar, opnuðust þær. Osja
varð mér á að veita hinu rambygða hliði eftirtekt; Þ3^ v
rekið saman úr breiðum og þykkum plönkum og alt járn
Slíka hurð mundi enginn fá opnað einn síns liðs eða ko
út um dyrnar, án þess að vart yrði við.