Eimreiðin - 01.07.1929, Page 166
350
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðin
— Kissti? (Hver er þar?) var spurt fyrir innan.
— Chanum Asim (eiginkona Asims).
Dyrnar opnuðust, og ég sá mann með túrban á höfði víkja
til hliðar, en við blasti koldimmur húsagarður.
Við komum inn í ferhyrnt herbergi. A miðju gólfi stóðu
sótugar hlóðir. Þetta var eldhúsið. Reykháfur var enginn.
Mökkurinn frá hlóðunum fylti herbergið og komst ekki annan
veg út en um dyrnar. Gömul þerna, súreygð af reyknum,
kom á móti mér.
A lítilli eldavél, sem kynt var með viðarkolum, hitaði þern-
an te. Drenghnokki stóð við eldavélina og hafði það starf
með höndum að halda glóðinni við með físibelg.
í efri hæð hússins átti aðsetur okkar að vera. Einn einasti
gluggi var á múrnum, og að auki op yfir dyrunum með grind
fyrir. Grindina varð að taka frá opinu til þess að birta kæm-
ist inn um það. A gólfinu var þykk ábreiða. Þessi dýrindis-
gripur stakk í stúf við annað þarna inni. Þilin í herberginu
voru berir leirveggir og loftið var bastmotta, þanin á bambus-
stengur, til varnar því, að leirflísar úr þakinu dyttu niður 1
herbergið. Bágbornastur af öllu var þó húsbúnaðurinn, því
hann var ekkert annað en rúmin, sem við höfðum sofið i
áður. Hörðu bastmotturnar og útsaumuðu lökin voru einnig
þau sömu og áður. Þetta átti að verða framtíðarheimili mitt!
Eg átti ennþá eftir fáein ensk sterlingspund, og fanst mér
sem ég yrði að verja einhverju af þeim til þess að gera vist-
legra þarna inni. Eftir miklar vífilengjur gaf Asim loks sam-
þykki sitt til, að ég mætti senda eftir trésmið, sem vann hja
þýzku sendisveitinni, og láta hann smíða fyrir mig skáp, borð
og tvo stóla. Meira þorði ég ekki að ráðast í. Ég varð að
halda vel á skildingnum, og hafði það einhvernveginn á til-
finningunni, að þeir mundu koma sér ennþá betur seinna.
En þrátt fyrir þennan litla húsbúnað og rækilega ræstingu
fanst mér þetta þó varla vera mannabústaður.
Glugginn vissi út að þröngum gangi milli húsanna. Ég sa,
að hann var á hjörum, og ætlaði því að opna hann. En Asim
varnaði mér þess.
— Hvað ertu að hugsa, Róra? Kona má alls ekki sýna
sig blæjulausa, ekki einu sinni við glugga! Forvitnir menn