Eimreiðin - 01.07.1929, Page 168
352
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðin
Tilbreytingarleysið og frumbýlingshátturinn, þar sem ég var
útilokuð frá allri menningu, jók stöðugt á óyndi mitt. Eld-
snemma á morgnana varð ég að fara á fætur. Þegar fyrsta
kallið kvað við frá bænahúsunum og hleypt var af fallbyssu
í fjallinu fyrir ofan bæinn, til þess að kalla fólk til vinnu,
urðu allir að klæðast. Því næst drukkum við te og borðuðum
brauð með. Svo kom hitinn, og ég lét fallast lémagna á harða
bastdýnuna í rúmi mínu, og þar lá ég rennblaut af svita
þangað til kvöldandvarinn kom með svala sinn.
Aldrei fékk ég leyfi til að fara út á götuna. Loks sá ég
fram á, að ég mundi algerlega gefast upp, ef ég hvorki fengi
að hreyfa mig eða anda að mér hreinu lofti. Einn góðan
veðurdag gerði ég því tilraun til að komast út. En dyravörð-
urinn varnaði mér útgöngu.
— Hvert ætlar þú, Chanum (frú)? Hefur Asim veitt
þér leyfi?
— Leyfi?
— Þú verður fyrst að fá leyfi Asims til þess að fara útf
því að hann er khan þinn, khan vor!
Eg sneri við og bað Asim leyfis til að fara út.
— Það getur þú alls ekki fengið hér, Róra. Það brýtur
algerlega í bág við siði okkar!
Mér lá við að svara honum því, að hann hefði betur sagt
mér strax meðan við vorum í Evrópu sannleikann um það.
hvað ég ætti í vændum hér. En ég varð að vera varkár.
Með því eina móti að beita hyggindum og kænsku gat ég
gert mér vonir um að blíðka hann og fá því áorkað, að líf
mitt yrði þolanlegra.
— Ég verð að sýna konum vina þinna og kunningja þa
kurteisi að heimsækja þær. Þær hafa heiðrað mig með naer-
veru sinni við brúðkaup okkar. Ég má því ekki sýna þeim
ókurteisi.
Hann hugsaði sig um stundarkorn og virtist á báðum átt-
um. Því næst sagði hann:
— Þú færð að minsta kosti ekki að fara út í Evrópu-
búningi.
— Hvers vegna ekki? sagði ég og lét sem ég væri hissa.
Þá fór hann að segja mér frá lögum þeim, er Amanullah