Eimreiðin - 01.07.1929, Page 183
EIMREIÐIN
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
367
*lýnstc. Drotningin hefði þau að minsta kosti ekki. Henni
bætti það mjög leitt. En hún gæti ekki gert neitt í málinu.
Honungi félli þetta illa.
I vandræðum mínum sendi ég eftir hirðlækninum og bað
hann um að finna mig. Þegar hann hafði hlustað á frásögn
^nína, ypti hann öxlum.
~~ ]á, við þessu er ekkert hægt að gera. Ef til vill stafar
saman af gleymsku, ef til vill er fleira með í spilinu, um
það er ekki svo gott að segja. Útlitið er að minsta kosti ekki
S°tt fyrir yður, og ég fer að halda, að ætlunin sé að láta allar
Vðar tilraunir mishepnast.
Mér félst hugur, og ég þóttist nú sjá fram á, hvað ég ætti
1 vændum: ég yrði algerlega ambátt Asims. Og var nokkuð
líklegra, en að aftur kæmi sú stund, að Asim misti stjórn á
s)álfum sér — eins og í Bombay — og hvernig mundi þá
fara fyrir mér?
Eg var bæði varnarlaus og ráðþrota.
*
* *
Úm kvöldið kom Asim heim þreyttur og í illu skapi. Við
snæddum kveldverð, bæði án þess að mæla orð frá vörum.
L°ks skýrði ég honum döpur í hug frá heimsókn frænku hans
°9 hvernig allar mínar tilraunir hefðu mishepnast. Hann rauk
UPP æstur:
Er þetta ekki einmitt það, sem ég hef altaf verið að
Se9Ía þér! Þú hefur nú loks komist að raun um, að það er
®kki að ástæðulausu, að konum er bannað hér í landi að
Pyælast á götunum og blanda sér í það, sem karlmönnum
einum kemur við. Bölvuð veri sú stund, þegar þú réðir mér
11 að leyfa slíkt, og ég fór að orðum þínum!
Hann varð sífelt æstari. Ég reyndi að sefa hann og ætlaði
að Srípa fram í. Þá æpti hann upp, titrandi af reiði:
-7 Þegiðu! Og vei þér, ef þú vogar aftur að fara út úr
Usjnu án míns samþykkis! Þá skal ég selja þig eða drepa þig!
. Eg kiknaði undan orðum hans, eins og undan svipuhöggum,
V,ssi að hann mundi ekki láta standa við orðin tóm og mint-
lst atburðanna hræðilegu í Berlín og Bombay.