Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 184
368
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
Hann fór þegjandi út úr herberginu, og ég heyrði, að hann
fór burt úr húsinu.
Hann ætlaði að selja mig . . . ! í reiðikasti, — en ef til
vill einnig vegna þess, að okkur skorti fé. í langan tíma höfð-
um við ekki lifað á öðru en tei og brauði. — Selja mig . . • •
Að vísu voru til lög í Afganistan til verndar konunni, en
hver skeytti um þau lög? Ef karlmaður sór við kóraninn, að
eiginkonan drægi sig á tálar, átti hann samkvæmt lögmálinu rétt
á að grýta hana. Og ef farið yrði að rekast í því, að hann hefði
selt hana, þurfti hann ekki annað en sverja við kóraninn, að
hún væri dauð eða hefði orðið fyrir slysi. Það var nóg. Eins
gat hann líka fyrir tuttugu rúpíur keypt sér vitni, til þess að
bera það, að konan væri dáin. Hver tegund svardaga kostaði
sitt vissa verð. Almennasta gangverðið var tuttugu rúpíur, o3
alstaðar var hægt að fá vitnin. Hann gat gert hvort sem hann
vildi, selt mig eða látið taka mig af lífi!
Ég hugsaði um örlög tveggja þýzkra kvenna, sem mér hafði
verið skýrt frá. I fyrstu trúði ég ekki sögunum, en þær hlutu
að vera sannar, því bæði heyrði ég þær við hirð Amanullahs
og við útlendu sendisveitirnar, og alstaðar eins.
Þýzk kona giftist í Berlín AbduIIah Khan, af ættstofni Afrida>
og fór með honum til Afganistan. Afridar eiga heima nokkraf
dagleiðir frá Kabul. —
Eftir nokkurn tíma dó maðurinn, og var það þá samkvaewt
landsvenju skylda eftirmanns hans að giftast ekkjunni. Hún
flýði burt í ofboði og komst til Kabul. Þar var hún tekin
höndum. Síðan var haldið opinbert uppboð á henni á torginu-
Þýzka sendisveitin hafði komist að því, hvað til stóð, og reyndj
að koma í veg fyrir uppboðið, en það mistókst. Þá keyp*1
þýzka sendisveifin — sem hæstbjóðandi á uppboðinu "
konuna og barn hennar fyrir 7000 mörk. —
Verri voru örlög þau, sem önnur þýzk kona í Afganistan
hlaut. Hún var gift afganska sendiherranum í Taschkent,
þegar hann var kallaður heim til Kabul, fór hún með honum-
Nokkrum vikum síðar fanst sendiherrann myrtur. Æftingjar
fyrri konu sendiherrans, sem þýzka konan hafði ekki hug-
mynd um, höfðu stytt honum aldur. Síðan hvarf þýzka konan