Eimreiðin - 01.07.1929, Qupperneq 186
370
FLÓTTINN Ú.R KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
af upphæð þeirri, sem ég fékk frá Stokkhólmi, áður en við
fórum að heiman. Og spyrjirðu um, hvers vegna ég sendi
<irenginn, þá er svarið það, að ég þjáðist af hungri.
Hann færði sig hægt nær.
— Svo þú hefur þá peninga, og hefur ekki afhent mér þá!
Veiztu ekki, að samkvæmt lögmálinu eru þínir peningar min
eign og fjölskyldu minnar?!
— Nei, Asim, það veit ég ekki. Eg veit það eitt, að pen-
ingarnir eru mín eign.
Hann lét sem hann heyrði ekki það, sem ég sagði, en hélt
áfram:
— Svo þú hefur peninga — og þú heldur, að það kotni
mér og mínu fólki ekki við, já, svo þú heldur það? Hann
hafði fært sig svo nærri mér, að ég fann andardrátt hans.
En ég gat ekki látið undan lengur, — varð að verja rétt minn.
— Já, Asim.
Hann hló æðislega. Svo sló hann mig með knýttum hnefa
í andlitið, svo blóðið lagaði úr munni mínum.
— Asim! — Móðir hans hafði hlaupið til og reynt að sefa
hann. Henni fanst of langt gengið. En hann hratt henni burt,
svo gamla konan fór að hágráta. Lostin skelfingu sá ég alt
og heyrði, hvernig systurnar reyndu að hugga móður sína.
En Asim hafði rétt til að haga sér svona, hann sem var
sjálfur khaninn.
Hann þreif í hár mér, skelti mér á gólfið og ætlaði að
draga mig eftir ábreiðunni — og út . . .
Eg æpti í angist og rak fótinn fyrir bringspalir honum; u®
leið tókst mér með herkjubrögðum að slíta mig af honum,
þaut út úr herberginu, fram hjá þjónustufólkinu og bræðrum
Asims, sem runnið höfðu á hljóðin, upp stigann, sem lá upp
á loftið, og inn í svefnherbergi okkar. Asim var á hælum
mér. Ég æddi út að glugganum, reif hann opinn og þaut út.
Ég hugsaði um það eitt að komast undan, þaut áfram eftir
stígunum lengra, lengra, eins og villidýr væri á hælum mer.
Ég vissi ekki hvort ég hafði meitt mig í fallinu út um glugS'
ann, fann ekki neinn sársauka, en hljóp burt, — burt —
hratt og fæturnir gátu borið mig. Þá fyrst, er ég var komm
út fyrir borgina, hneig ég meðvitundarlaus til jarðar.