Eimreiðin - 01.07.1929, Page 206
390
RITSJÁ
eimreiðin
þyrftum vér aldrei að kaupa of dýru verði. Innganga vor í Þjóðabanda-
lagið hefði því ekki í för með sér neina raungæfa hlutleysisskerðing.
heldur fengi hún oss aukna trygging sjálfstæðis vors".
Eiga þá íslendingar að ganga í Þjóðabandalagið? Að vísu gefur höf.
ekki beint svar við þeirri spurningu, en öll grein hans ber þess vott, að
hann sé því eindregið fylgjandi. í raun og veru gegnir það nokkurri
furðu, að ekki skuli þegar fyrir Iöngu gerðar ráðstafanir til þess að
athuga til hlítar hvort ísland eigi að ganga í bandalagið. Oss mundi kosta
það um 35000 krónur á ári að vera í því. Með engu móti gætum vér
betur fengið staðfest fullveldi vort en með því að gerast meðlimur þess, rneð
engu móti betur lagt vorn skerf til að efla frið og bræðralag þjóðanna
en með því að eiga þar hæfan fulltrúa. Sá fulltrúi mundi eiga þar at-
kvæði á við hvern annan, þótt frá stórveldi væri. Hvað eftir annað hefur
bandalagið jafnað deilur milli þjóða og komið í veg fyrir styrjaldir, hvað
eftir annað hefur það tekið að sér að rétta við hlut smáþjóða og -kyn-
þátta gagnvart öðrum stærri. Sjálfir eigum vér ólokið úrslitasamningsgerð
við erlent ríki um framtíðarskipulag ýmissa vorra mikilvægustu mála. Er
nú orðið mjög títt að skjóta til dómstólsins f Haag og Þjóðabandalagsins
ágreiningsmálum milli ríkja og láta þessa aðila kveða upp úrskurð um
þau. Mundi ekki sú upphæð, sem það kostaði oss árlega að vera 1
Þjóðabandalaginu, vinnast upp aftur óbeint? Ef til vill mætti einnig draga
úr þeim kostnaði, sem vér höfum nú af utanríkismálum. Hvernig sen'
ráðast mundi um fjárhagslegu hliðina á þessu máli, þá er það sjálft svo
mikilvægt, að full ástæða er til að gefa því gaum. Enda mun það vart
dragast lengi úr þessu, að þing og stjórn taki það til rækilegrar athug-
unar, hvort sem þeir tveir aðilar gera út um það, eða því verður skotið
undir þjóðaratkvæði, hvort ísland eigi að ganga í Þjóðabandalagið, lík*
og gert var í Sviss áður en það gerðist meðlimur bandalagsins.
Island er nú sem óðast að færast inn í hringiðu heimsmenningarinnar-
Sími og bættar samgöngur á sjó, flugferðir, útvarp og önnur menningar-
tæki nútímans eru að flytja einbúann í Allantshafi úr einverunni inn >
margmennið. Þessu fylgir eðlilega aukin viðskifti við aðrar oss stærri
og voldugri þjóðir, og jafnan hætt við, að upp kunni að rísa vandama
milli vor og þeirra, sem þörf sé á að fá óhlutdrægum aðila til úrlausnar-
í Þjóðabandalaginu æltu smáþjóðirnar að eiga öruggan verndara, sel11
gæti þess, að réttlætið en ekki hnefarétturinn fái að ráða í viðskiftuW
þjóða og þjóðflokka, og að réttur smælingjans sé ekki fyrir borð b.orinn*
Þjóðabandalagið hefur með starfi sínu um tíu ára skeið sýnt það,
það ber hag allra meðlima sinna fyrir brjósti og vinnur að réttlaeti oS
bróðurhug í þjóðaviðskiflum. Þrátt fyrir róg og undirróður úr vissun'
áttum vex því stöðugt styrkur og traust. Þjóðir, sem ekki eru í banda-
aginu, eru að vísu enganveginn útilokaðar frá því að njóta aðstoðar þess,
en eðlilega njóla þær þjóðir fyrst og fremst verndar þess og aðstoðar,
sem hafa gerst löglegir meðlimir þess. Sé það með öllu trygt, að hlut'
leysi íslands skerðist ekki á neinn hált, þótt það gangi í Þjóðabandalagiö,