Eimreiðin - 01.07.1937, Side 14
246
A HVAMMSHEIÐI
EIMREIÐIN
löngu áður en hún sá það í vöku, dreymt það svo ljóst, að hún
þekti það jafnskjótt og maðurinn kom raunverulega til sög-
unnar. Ekki veit ég hvort þelta er satt, og altaf má ráð fyrir
því gera, að draummynd breytist með líðandi tíð — nema
draumurinn sé því einkennilegri. Ekki dreymdi mig konuefni
mitt áður en ég sá það í vöku. En nóttina áður en við giftumst,
drevmdi mig draum, sem ég ætla nú að segja. Ég vissi — í
svefninum — að giftingin stóð til og var staddur, ásamt konu-
efninu, presti og mörgu fólki öðru, í stofu, er vissi út að hlaði
á gömlu stórbýli — þó ekki kirkjustað — þegar draumurinn
hófst. í stofunni var uppbúið rúm, sem mér þótti vera hjóna-
rúmið okkar tilvonandi. Fólk var í þann veginn að leggja af
stað til kirkjunnar, þar sem hjónavígslan átti fram að fara.
Ég stóð við rúmið. Fólkið tók að ryðjast út úr stofunni með
allmiklum hraða, og varð ég Jiá fyrir árekstri af einhverjum,
sem olli því að ég hrasaði, rétti fram hönd til að styðja mig,
rak hana í mitt rúmið, þ. e. rúmfötin, og heyrðist bresta í ein-
hverju, líkt og gler væri fyrir. Ég staldraði við í stofunni, til
Jiess að aðgæta, Jiegar fólkið væri farið úr henni, hvað að hefði
orðið, og fann þá, í rúminu, mikið af glerbrotum. Fór svo að
hreinsa Jiau burtu, en fanst altaf eitthvað vera eftir og tafðist
því þarna lengi. A meðan Jiessu fór fram, heyrði ég sagt úti
á hlaðinu, þar sem brúðkaupsfólkið var að leggja af stað:
„Láttu Sigríði vera; Brandur á að leiða hana.“ Og sú Sigríður
vissi ég að var konuefnið, mitt konuefni — og að hún var að
leggja af stað með hinu fólkinu. Ég keptist við að hreinsa
rúmið. Og er ég loksins kom út, var fólkið, brúðkaupsfólkið
og konuel'nið, komið alllangt í burtu. Ég fór að hlaupa á eftir
því — og varð ]iá svo undarlega lémagna, að mér miðaði lítið.
Altaf dró sundur, unz fólkið hvarf með öllu; Sigríður hvarf
mér með öllu, Jiá vaknaði ég.
Jæja, við giftumst nú samt hinn fyrirhugaða dag'. En við
hjónin fundum fljótt eftir giftinguna, að við áttum ekki svo
vel saman sem skyldi. Henni þótti ég vera drykkfeldur og
slæpingsgjarn, mér þótti hún þurlynd og nöldrunarsöm. —
Slæpingur var ég nú reyndar ekki að náttúrufari. En það var
satt, að mér þótti gott að fá mér í staupi, á ferðalagi, og það
kom fyrir, að ég lá í rúminu af eftirköstum þess, þegar ég