Eimreiðin - 01.07.1937, Page 52
284
BLINDI-JÓN
eimbeiðii*
Vigur bar þá saman, svo að þeir áttust orð við. Heyrði ég ]w>
að Blindi-Jón sagði við Vigurklerk:
„Heyrt hef ég yðar getið sem mælskumanns og þingskör-
ungs.“
„Ójá' Því trú ég',“ sagði sr. Sigurður. „öllu má eitthvert nafn
gefa.“
Ég -\il nú að lokum drepa á eitt atriði, sem Blindi-Jón sagði
mér af sér og Bólu-Hjálmari. Jón sagðist hafa eitt sinn mnelt
við Bólu-Hjálmar, þegar þeir voru tveir einir, i góðu næði:
„Mikill garpur mundir þú hafa orðið, Hjálmar, í skáldskap
og að öllu leyti, ef þú hefðir getað notið þín fyrir féleysi og
verið vel settur á allar lundir.“
Hjálmar þagði um stund og mælti svo, harla dimmraddaður:
„O — ég veit ekki; upplagið var svo hölvað.“
Eg sel þessa sögu með innkaupsverði.
En Blindi-Jón greip í sama strenginn „yfir höfði Jóni“, þ. e-
a. s. kvað upp svipaðan dóm vfir sjálfum sér, í minni áheyrn,
á náttmálaevkt æfidags síns. Eg lét í ljós við hann eitthvað í
átt, að örlaganornirnar hefðu verið grimmar við hann í æsku,
eða ekki eftirlátar, að svifta hann sjóninni.
Þá mælti Blindi-Jón:
„Ég held, að guð hafi gert rétt í því að fara svona með mig-
Ef ég hefði verið gæddur sjóninni, myndi ég hafa verið þesS
umkominn að gera mörgum manni mikið mein; svo mikið
tveggja handa járn var ég að upplagi.“
Það gengur nú svo, að sumir öldungar temja sér karlagrobb
á raupsaldrinum. En aðrir gerast niðurlútir og játa syndir sín-
ar, jafnvel þær sem ekki eru teljandi, eða í frásögur færandi-
Svo segir ritningin: Af orðum þínum muntu sýkn eða sak-
feldur verða. Blindi-Jón mintist þess. Og í Hávamálum er svo
að orði kveðið: Hraðmælt tunga nema haldendur eigi oft sér
ógott getur.
Blindi-Jón vissi það vel og mundi, að hann „sneri á“ hrossa-
kaupmenn stundum, „á torginu“. En þó að svo hafi atvikast,
þá „kom þar vel á vondan“. Og þá hafa þó báðir haft ganian
af viðskiftunum, því að mælska Blinda-Jóns í þesskonar við-
skiftum var höfð að ágætum, hvar sem á hana var minst. Þær
sögur verða eigi sagðar hér, enda þyrfti til þess leikara eðn