Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 56
288
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðin
14. janúar 1888, og var Einar ritstjóri þess þar til 28. febrúar
1895; en þá um vorið tor hann alfarinn til íslands.
1 Safni til landnámssögu íslendinga i Vesturheimi1) segir sr.
Friðrik J. Bergmann, að eitt hið fyrsta verk Einars, eftir að
hann kom til Winnipeg, hafi verið að flytja fyrirlestur, Um
islenzku skáldin, í húsi Framfarafélagsins. Fyrirlesturinn var
illa sóttur og því endurtekinn fyrir fleiri. Rómuðu sumir er-
indið, en fleirum þótti skoðanir höfundar lítt húsum hæfar.
Eflaust var Einar nú við því búinn, að landar hans tæki illa
upp hinar nýju skoðanir realistanna. Slíkt hafði sýnt sig á við-
tökunum, sem Gestur félagi hans fékk í Reykjavík. Aftur á
móti var hið ameríska umhverfi og hinn ameríski hugsunar-
háttur honum ókunnur. En það þarf ekki lengi að lesa í blaða-
greinum Einars frá hinum fyrri árum til að sjá, að honum stóð
einnig stuggur af mörgu þvi, er mikið bar á i þjóðlífi hinnar
ungu kanadisku sléttuborgar.
Til dæmis um það má taka fyrirlestur hans Hverfum nið
í sjóinn,2) fluttan 8. febrúar 1889.-’) Þar dregur hann fram í
dagsljósið marga athyglisverða annmarka amerísks þjóðlífs
og hvetur landa sína til að taka þeim með gagnrýni. Einkum
hefur hann illan gáning á mörgu í vesturheimsku kirkjulífi;
gezt honum illa að hinum stranga kirkjuaga, er leiði til ytri
guðrækni með hræsni undir niðri. Á sunnudögum er t. d. öllu
lokað í Winnipeg — eins og alstaðar i enska heiminum þá og
löngu síðar. Verstar þykja honum þó vakningarnar, „revival-
ismus“-inn, eins og kristniboð Lárusar Jóhannessonar á Ivate
Street. — Þetta virðulega kristniboð var útgengið frá Pres-
byterian C.hurch í Winnipeg, og er margt um það skráð í fyrsta
og öðrum árgangi Lögbergs. — A hinn bóginn þykir honuni
Winnipeg sneydd öllum áhuga á æðri mentun; þar er ekki
til sú bókabúð, að hún þekki bók John Stuart Mills: Um frelsið.
En leikhúsin sýna lélegasta þvætting oftast nær, og bregði út
al' þvi, sækja engir sýningarnar.
1) Almanak Ó. S. Thorgeirssonar 1906, 12 ár, lils. 59 o.n. — I Hkr.
sept. 1886 eru tveir kaflar úr fyrirlestrinuni, til að sýna, að liann hafi ekki
verið tómar skammir um gömlu skáldin, eins og Fjallkonan 6. thl. 1886
hafði gefið í skyn.
2) Lögberg 3., 10., 17. og 24. april, 8., 15. og 22. mai 1889.