Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 59
eimreiðin
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
291
gera, því alt standi og strandi á dönsku stjórninni. Jón Ólafs-
son kvaÖ 1873:
En liugsunarlif vort og ástandið alt,
— já, alt þetta gamla og rotna,
fánýtt og andalaust, frosið og kalt,
er feyskið og þarf að brotna.
óg þessi orð eru jafnsönn nú og fyrir 16 árum. Hvernig stend-
ur nú á þessari vöntun discussionar á Islandi? Jú, fólk læzt
vera hrætt við að vekja deilur, og hræðslan stendur kannske
að einhverju leyti í sambandi við eðlisfar íslendinga. Stein-
grhnur Thorsteinsson velur sér „fagurt kvöld á haustin“, en
Björnson Apríl með stormunum. En auðvitað áttu untræðurnar
uð koma frá lærðu mönnunum, og hér finnur Einar aðalor-
sökina til þess að discussion er engin, þvi skólamentunin hefur
síður en svo glætt skilninginn. Alt er lagt á minnið. Stærðfræði-
kenslan, sem helzt hefði átt að skerpa skilninginn, var ómögu-
leg. Náttúrufræðin var nafnaþula ein. í fornmálunum lásu menn
bókstafinn, hlupu yfir efnið. „Til hvers er þá þetta nám, ef
Það er ekki til þess að gera menn að betri borgurum, sem
skilji betur en heimta má af almenningi manna sinn tíma og
sina þjóð, og sem spursmál tímans þar af leiðandi liggi þyngra
á hjarta en öðrum mönnum?“ Gott væri, ef piltar gætu orðið
fyrir áhrifum utanskóla af mönnum, sem hafnir væru yfir odd-
borgaraháttinn. Að slíkir menn séu nú til, sýnir fyrirlestur
Gests Pálssonar: Lífið í Reykjavík. Og það er hrópandi synd
af svona mönnum að reyna ekki að laða pilta að sér frá
»brauðunum“. — „Alþýðufræðslan“ heima hefur aldrei verið
annað en kristindómskensla. Hefur hún þá kent mönnum að
elska náunga sinn? Nei, vantrúnni hefur tekist það betur í
^nörgum löndum. Einari er ekki um þann kristindóm, sem
aðeins er fyrir annað líf; hann bendir á hvað Grundtvigs-
sinnar hafi gert fyrir uppeldið í Danmörku. En umfram alt
vill hann, að menn leggi rækt við skilning fólksins.
Ðiscussionin, sem Einar bað um, kom, en henni fylgdu því
niiður líka illvígar deilur. Hin skynsamlegu rök vildu hverfa
i moðreyk tilfinninganna. Svo Einar varð líka að brýna fyrir
mönnum að erfa ekki skoðanamismun við náungann, kenna