Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 65
EIMREIÐIN'
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
297
mönnuni er auðið. Og þegar sá skilningur er fenginn, þá mun
venjulegast fara svo, að vorkunnarleysið, vægðarleysið og
fyrirlitningin er horfin. Og' þá fyrst er skáldæðin orðin að tá-
hreinni uppsprettulind, sem vökvar jarðveg þjóðlífsins og
svalar hjörtum mannanna." Þessi orð, skrifuð 1892, fara ná-
kvæmlega í sömu átt og hugleiðingar hans um anda realism-
ans í erindinu Tilsóknarafl og frásóknarafl (1895), sem getið
er hér að framan. En þau gætu líka staðið sem einkunnarorð
fyrir öllu því, sem Einar hefur síðar skrifað.
Loks má enn telja frá hans hendi eftirmæli eftir hinn gamla
samherja Bertel E. 0. Þorleifsson,1) ritdóm um Kvæði Þor-
steins Gíslasonar,2) er honum þótti lítið til koma, og ritdóm
um Ymisleg Ijóðmæli Hannesar Hafsteins (1893),3) sem hann
auðvitað lofaði að maklegleikum. Hinsvegar dæmdi hann El-
enóru Gunnsteins Eyjólfssonar (1894) kannske harðar en
hann hefði gert, ef Jón Ólafsson hefði ekki áður hælt henni
1 Heimskringlu.
3. Um þýðingar Einars, meðan hann var vestan hafs, hlýt
eg að vera fáorður, því ég hef eigi fulla skrá yfir þær, enda
eru þær minna virði en hið frumsamda.4)
Ein af hinum fyrstu mun vera sagan Lotka eftir Paul
Heyse í Heimskringlu 14. október 1886. Þá þýddi hann og
fýrir Lögberg sögur eftir Kielland (Prcstssetrið 1890), Dick-
eus, Mark Twain og J. Ruskin (Konungurinn í Gullá 1891).
En mestar voru þýðingar hans af sögum H. Rider Haggards:
bokulýðurinn (1894), Námar Salómons (1906) og Allan
Quatermain (1906). Komu þær allar fyrst í Lögbergi, en síðan
sérprentaðar. Ekki má gleyma kvæðinu Rizpa eítir Tennyson.
Eom það í Lögbergi 27. janúar 1892 og er prýðilega þýtt, enda
hefur Einar tekið það í ljóðakver sín eins og Söng Sorais drotn-
ingar eftir H. R. Haggard.
4. Þá er loks að líta á frumsamin skáldverk Einars frá Vest-
Urheimsárunum. Ivennir þess þar, eins og í fyrirlestrum hans,
blaðagreinum og ritdómum, að hugur hans hefur breyzt á
þessum tíu árum frá hinum einstrengingslega realisma, sem
helzt finnur köllun sina til að rífa niður hið feyskna og gamla,
D Lögb. 12. nóv. 1890. — 2) Lögb. 3. júní 1893. — 3) Lögb. 2. sept.
1893. — 4) sbr. lielzt ísafolcl 1. maí 1912.