Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Side 66

Eimreiðin - 01.07.1937, Side 66
298 ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN eimreiðiN til víðsýnna umburðarlynldis, sem forðast að dæma, en reynii' að skilja. Sennilegt virðist að hinn mikli ástvinamissir hans hafi átt sinn þátt í sinnaskiftum hans, eða hughvörfum, að svo miklu leyti sem þau snörust í trúar-áttina; virðast kvæðin helzt hera þess vott. En fyrstu frumsamin rit Einars birtust í Heimskringlu 1886. Þannig flutti fyrsta tölublað hennar (9. sept. 1886) kvæði hans: Það er svo margt að, snarpa ádeilu á deyfð og drunga landanna, þennan arf þeirra úr ófrelsinu að heiman, sem hann skorar á þá að hrista af sér. Kvæðið er all-kröftugt, en vantar þá fágun, sem annars einkennir lcvæði Einars, enda tók hann það ekki upp í kvæðakver sín. Svipuð að efni er sagan Félagsskapurinn i Þorbrandsstaða- lireppi (Heimskringla 18.—30. sept. 1886). Þar er það ófé- lagslyndi og rifrildisandi landanna, sem hann veitist að. Utan- sveitarmaður reynir að stofna framfarafélag í Þorbrands- staðahreppi, en það strandar á tveimur körlum, sein síðar fara til Vesturheims og halda áfram að rífast þar — um trúmál. Sagan er vopn, sem ætlað er að bíta í deilum dagsins, en ekkert listaverk, enda hefur Einar aldrei reist hana úr gröf Heimskringlu-dálkanna. En fleiri sögur eftir hann komu ekki í Vesturheimsblöðunum. En tveimur árum síðar (1888) skrifaði hann smásögu, sem átti eftir að bera frægð hans um Norðurlönd og ávinna sér ágætan dóm eigi minna manns en meistarans G. Brandes sjálfs. Að hans áliti var sagan perla, og sama hefur öllum síðar sýnst. Þetta var sagan Vonir. (Söguþáttur frá Vesturheimi. Reykjavik, Sigf. Eymundsson, 1890). Frá upptökum hennar segir Einar sjálfur í áttunda kafla ferðasögu sinnar: Vesturför (í Norðurlandi 4. apr. 1908 og sér- prent á Akureyri, Oddur Björnsson, 1909, bls. 46—48): „Ég hafði fleygt mér útaf einn heitan júnídag eftir miðdegis- verð og fest svefninn að eins. Þá dreymdi mig aðalefni sög- unnar, en sérstaklega atburðinn í innflytjendahúsinu. Ég hrökk upp friðlaus af löngun eftir að fara að skrifa þetta, og ég byrjaði samdægurs. Ég hafði fleiri störfum að gegna. En ég lauk samt við hana á þriðja degi. Mig furðaði á þessum hraða, einkum vegna þess, að sagan er allsendis ólík öllu, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.