Eimreiðin - 01.07.1937, Page 66
298
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðiN
til víðsýnna umburðarlynldis, sem forðast að dæma, en reynii'
að skilja. Sennilegt virðist að hinn mikli ástvinamissir hans
hafi átt sinn þátt í sinnaskiftum hans, eða hughvörfum, að svo
miklu leyti sem þau snörust í trúar-áttina; virðast kvæðin helzt
hera þess vott.
En fyrstu frumsamin rit Einars birtust í Heimskringlu
1886. Þannig flutti fyrsta tölublað hennar (9. sept. 1886)
kvæði hans: Það er svo margt að, snarpa ádeilu á deyfð og
drunga landanna, þennan arf þeirra úr ófrelsinu að heiman,
sem hann skorar á þá að hrista af sér. Kvæðið er all-kröftugt,
en vantar þá fágun, sem annars einkennir lcvæði Einars,
enda tók hann það ekki upp í kvæðakver sín.
Svipuð að efni er sagan Félagsskapurinn i Þorbrandsstaða-
lireppi (Heimskringla 18.—30. sept. 1886). Þar er það ófé-
lagslyndi og rifrildisandi landanna, sem hann veitist að. Utan-
sveitarmaður reynir að stofna framfarafélag í Þorbrands-
staðahreppi, en það strandar á tveimur körlum, sein síðar
fara til Vesturheims og halda áfram að rífast þar — um
trúmál. Sagan er vopn, sem ætlað er að bíta í deilum dagsins, en
ekkert listaverk, enda hefur Einar aldrei reist hana úr gröf
Heimskringlu-dálkanna. En fleiri sögur eftir hann komu ekki
í Vesturheimsblöðunum.
En tveimur árum síðar (1888) skrifaði hann smásögu, sem
átti eftir að bera frægð hans um Norðurlönd og ávinna sér
ágætan dóm eigi minna manns en meistarans G. Brandes
sjálfs. Að hans áliti var sagan perla, og sama hefur öllum síðar
sýnst. Þetta var sagan Vonir. (Söguþáttur frá Vesturheimi.
Reykjavik, Sigf. Eymundsson, 1890).
Frá upptökum hennar segir Einar sjálfur í áttunda kafla
ferðasögu sinnar: Vesturför (í Norðurlandi 4. apr. 1908 og sér-
prent á Akureyri, Oddur Björnsson, 1909, bls. 46—48):
„Ég hafði fleygt mér útaf einn heitan júnídag eftir miðdegis-
verð og fest svefninn að eins. Þá dreymdi mig aðalefni sög-
unnar, en sérstaklega atburðinn í innflytjendahúsinu. Ég
hrökk upp friðlaus af löngun eftir að fara að skrifa þetta, og
ég byrjaði samdægurs. Ég hafði fleiri störfum að gegna. En
ég lauk samt við hana á þriðja degi. Mig furðaði á þessum
hraða, einkum vegna þess, að sagan er allsendis ólík öllu, sem