Eimreiðin - 01.07.1937, Side 71
eimreiðin
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
303
°g svo fyrst og fremst Minni Vesturlieims og Vestur-íslend-
inga. Þessi kvæði skortir að vísu kraft og áhugans eld karl-
oiennisins, en það er í þeim bæði staðfesta og vitsmunir og
seigla manns, sem veit hvað hann vill og stefnir að því, og á
hinn bóginn hlý góðvild til samferðamannanna í barningi
lifsins. Hlýjar eru og heillaóskir Einars til vinanna sr. Frið-
riks J. Bergmanns og Magnúsar Paulsonar á heiðursdegi
þeirra, og viðkvæmar þakkirnar til frú Rannveigar Jónasson
(konu Sigtrjrggs Jónassonar?) fyrir vináttu hennar á hinum
erfiðu dögum höfundarins.
En eftir að Ljóðmæti komu út birtust stöku kvæði í blöð-
um og tímaritum (einkum Sunnanfara 1893—94), sem sýndu
hvert hugur skáldsins stefndi. Hér voru t. d. Konungur biður
karlsdóttur (Sf. 1893, 3:2), Rosi (Sf. 1894, 4: 3) og — um-
fram alt: Minningar (Sf. 1894, 3: 90—91). Minningarnar
koniu til hans á ólíklegustu stundum, þegar þys dagsins fyllir
eyrun, en hjartað er hart og kalt: þá koma þær og lokka svo
Ijúft og kjassa svo kært:
Oft livísla Jiær blíðlega að baki þér
svo bærast lifsstrengir sálar Jiinnar,
svo alt í einu framundan fer
sá léttfleygi hópur og leikur sér
með lokkandi vonum eilífðarinnar.
Ljóðmæli Einars fengu að vísu góðar viðtökur, en bókin
hvarf í skugga kvæðabókar Hannesar Hafsteins.
Jafnvel Jón Ólafsson lofaði kvæðin í Heimskringlu.1) ísa-
f°ld gazt vel að þeim.2) Matthiasi Jochumssyni þótti kvæðin
oæði frumleg og andrík,3) og í sama streng tóku þeir sr. Frið-
riL J. Bergmann (Aldamót 1894, 4: 138—140) og Valtýr Guð-
mundsson (Eimreiðin 1898, bls. 76—77).
5. Veturinn 1895 i febrúar lagði Einar niður ritstjórn Lög-
hergs og fór um vorið alfarinn heirn til íslands. Héldu Lög-
hergingar honum samsæti að skilnaði,4) en hann sendi þeim
sumarið eftir þrjú ísafoldarbréf um heimkomu sína. En 2.
1) 23. dez. 1893. Sbr. aths. Einars við þann dóm í J.ögb. 23. dez. 1893.
" 2) ísafohl 16. okt. 1893, sbr. Lögb. 13. dez. 1893. — 3) Stefnir 18. jan.
1894. — 4) Lögb. 11. apr. 1895.