Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 74
306
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðiH
hann það, því Vesturheimur hafði gert honum mikið, ger-
breytt lífi hans og hugsunarhætti.
í Vesturheimi hafði hann snúist frá hinum þröngsýna real-
isma til víðsýnnar samúðar með mönnum og málefnum. Sam-
buðin við vesturheimska kirkju hafði smám saman svæft
mótþróann, sem i honum brann ungum gegn því, sem hann
þá hélt vera hræsni guðhræddra manna og fánýti kirkju-
kreddanna. Og þau fræ, sem sáð kann að hafa verið í hug
hans gegn þjóðfélagsskipulaginu, náðu ekki að bera neinn
ávöxt reiðinnar í landi, þar sem allir voru jafnir, og allir
gátu fengið „annað skip og annað föruneyti“, ef þessu hlekt-
ist á. Eftir varð aðeins samúð hans með smælingjunum.
Vesturheimur hafði verið honum góður. Vonir höfðu að
vísu brugðist, en aðrar vonir höfðu ræzt. Þar hafði hann ort
sín beztu kvæði, og þar hafði hann náð fullu tangarhaldi a
hinni erfiðu list sagnagerðarinnar.
1 fjölmörgu hafði hann þar fundið fyrirmyndir að menn-
ingu þeirri, er hann vildi gjarnan flytja heim á útkjálkaætt-
jörð sína. Verkleg menning, lífskjörin, híbýlaprýði, alþjóð-
ieg klæði, alþjóðlegar nafngiftir — alt var þetta, að hyggj11
Einars, til sjálfsagðrar fyrirmyndar ekki síður en hin skipu-
lagða alþýðufræðsla Ameríkumanna.
En áhrifamest gjöf Vesturheims til Einars og íslenzku þjóð-
arinnar var þó eflaust bjartsýni sú, er hann síðar persónu-
gerði í söguhetjunni Anderson, sem alt hepnaðist. Þessi ósigf'
andi bjartsýni Vesturheimsmanna, sem Einar hefur gert sitt
til að hoða löndum sínum beint og óbeint, hefur haft sterk
lyftandi áhrif á kynslóðina á fyrstu tveim tugum aldarinnar.
Grein af þeim meiði er hin nýja ódauðleikatrú spiritismans,
sem sprottin er upprunalega í Vesturheimi, þótt Einar kynt-
ist henni fyrst síðar af ritum Hins brezka sálarrannsóknar-
félags. -— Hvorki Anderson né andatrúin birtust að sinni i
skáldverkum Einars. — En fræin lágu falin, og áttu eftir að
bera brum og verða að miklum trjám, er breiddu lim sitt
og settu svip sinn á alt þjóðlíf Austur-íslendinga.