Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Page 75

Eimreiðin - 01.07.1937, Page 75
eimreiðin Mennirnir og steinninn. Smásag'a. Eftir Póri Bergsson. Þessi saga gerðist fyrir nokkuð löngu síðan, þegar Melarnir hérna sunnan við Reykjavík voru melar. Enginn vegur lá þá suður Melana nema götuslóð ein, og ekkert hús var þar nein- staðai-, enginn íþróttavöllur, og engan dreymdi um háskóla °g stúdentagarð, loftskeytastöð og önnur stórvirki nútímans á þeim stað. Þá var maður kominn vel út úr bænum á Melun- uni og í friðsæla sveit í hólunum sunnan vúð þá. — Það var skorinn úr mér botnlanginn, og á þeim árum þótti slíkt talsverður viðburður og ekki alveg áhættulaust — eins °g það kannske er ekki enn þá, þótt nú sé ekki við eigandi að þykja „botnlangi“ meira en þá þótti að taka tönn úr manni. Þá átti ég heima í sveit norðvestur á landi, og þá voru engir bílar komnir, svo ég varð að bíða alllengi eftir skips- ferð eftir að ég var orðinn rólfær og — síðar — sæmilega frískur. Ég dvaldi hjá góðu fólki, þar sem ég hafði herbergi °g mat, meðan ég beið bata og skips. —■ Nú var það þannig þá, eins og víst enn, að á sjúkrahúsum ei-u sjúklingar vaktir fyrir allar aldir, en skipað að fara að s°fa laust eftir miðjan dag. — Þetta, að vekja sjúklinga, hvernig sem náttúran hefur gert þá úr gai'ði að eðlisfari, er sennilega ein erfðavenja læknisfræðinnar, því tæplega er hún holl þeim, sem alls ekki geta sofið á kvöldin, en eru morgun- svæfir, en það eru margir. ■— Að eðlisfari hef ég altaf verið kvöldsvæfur, og kom það sér vel á sjúkrahúsinu, en við þetta vurð ég enn þá kvöldsvæfari en áður, svo að undrum sætti, en vaknaði svo í staðinn um miðja nótt, eða þetta klukkan nm fjögur. Af því nú að ég vaknaði svona snenima á morgnana og tíðin var afar-góð og þetta var um miðjan júni, þá fór ég eðlilega a fætur og út snemma. Ég fór altaf að klæða mig klukkan sex og var kominn út um hálftíma seinna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.