Eimreiðin - 01.07.1937, Page 76
308
MENNIRNIR OG STEINNINN
EIMKEIÐIN
Ég lagði ætíð leið mína suður með Tjörninni og suður
Mela. Mér fanst þetta friðsæl og fögur leið og stutt út úr bæn-
um. Ég var altaf í ákaflega glöðu skapi, eins og ungir menn
eru, sérstaklega þegar þeir eru nýkomnir úr dauðahættu til
hins þráða og fagra lífs. Það var vor, bæði í náttúrunni og í
mér sjálfum.
Nokkuð sunnarlega á Melunum var stór steinn. Hann lá þar
ofan á mölinni, hér um bil jafn á allar hliðar og einkar þægi-
legt sæti, sléttur að ofan og mátulega hár. Ég tók eftir því,
nokkra morgna, að sami maðurinn sat á steini þessum, klukk-
an um sjö, þegar ég kom suður eftir. Það var roslcinn maður,
auðsjáanlega embættismaður eða af því taginu; hann var í
svörtum yfirfrakka með harðan hatt og vel klæddur yfir höfuð
að tala, gekk við silfurbúinn staf. Hann var valdsmannsíegur
á svip, nærri því fattur í baki, stuttstígur og allur hinn virðu-
legasti í fasi.
Svo var það einn morgun, að hann var ekki kominn, er ég
kom suður eftir. Veðrið var, að vanda, liið yndislegasta, sól
lcomin hátt á loft, ilmur jarðar og gróðrar í lofti og fugla-
söngur í eyrum. Ég var í ákaflega léttu skapi, eins og öll þessi
dýrð og gæði lífsins hefðu svifið mér til höfuðs. Ég sá til
míns gamla, virðulega vinar, þar sem hann kom, hægt og sett,
sígandi suður melana, og stefndi á steininn. — Og ég settist
á steininn. —•
Aldrei hafði ég orðið þess var, að hann tæki eftir mér, er ég
hafði mætt honum, undanfarna morgna. Nú gaf hann mér
auga, er hann nálgaðist, og göngulagið hreyttist örlítið, eins
og eitthvert hik væri á honum. Það var nærri því eins og hann
ætlaði að nema staðar og ávarpa mig, en ég var eklci í efa um
það, að hann var að hugsa um það. — Þó varð ekki af því.
Hann gekk fram hjá mér og steininum, sneri aftur litlu
sunnar og gekk nú fram hjá mér, án þess að líta við mér, en
ég sá að hann var í afarþungu skapi. Svo rölti hann niður í bæ.
Morguninn eftir var enn þá sama blíðan. Og alt fór eins.
Ég var fyr á ferli en áður og var seztur á steininn, er hinn
virðulegi náungi minn kom. — En nú nam hann staðar fyrir
framan mig, þar sem ég' sat, og ávarpaði mig.
„Ungi maður,“ sagði hann þurlega. „Ég sé að þér hafið, í