Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 78
310
MENNIRNIR OG STEINNINN
eimreiðin
anda, sem nú er að leggja heiminn undir sig. — En — ætlið
þér ekki að viðurkenna rétt minn til steinsins?“
„Nei,“ sagði ég, „þér hafið hvorki lagalegan né siðferðis-
legan rétt til þess að sitja á þessum góða steini, fremur en ég-
Enginn hefur flutt steininn hingað, svo vitanlegt sé, það eru
atvikin sem hafa hagað því svo til, að hann er hér.“
„Þér munuð hafa á réttu að standa,“ sagði hann dræmt, „að
lagalegan rétt hef ég ekki til steinsins. En ég hef þó ólíkt
meiri rétt til hans en þér. Fyrst og fremst er ég eldri en þér
og borgari hér í bænum. Auk þess hef ég notað hann á undan
yður og þar með helgað mér afnot hans. Og loks veit ég
miklu meira um stein þennan en ég geri ráð fyrir að þér gerið.
Eg veit hve stór hann er, og hér um bil hversu þungur hann
er, þegar tillit er tekið til þess efnis, sem í honurn er. Vitið
þér kannske þetta? Nei. — Þegar á alt er litið er það ég, en
ekki þér, sem hef rétt til þess að hvíla mig á þessum stað.“
Ég stóð nú upp. —
„Jæja,“ sagði ég. „Þér hafið nú gert mér mikið ónæði og
óþægindi, og ég nenni ekki að vera hér lengur í dag. Þér hafið
engan rétt til þessa steins frekar en hver annar; alt sem þér
hafið sagt um það er bull. Ég fer nú héðan, en áskil mér
fullan rétt til þess að nota þennan góða stein hvenær sem
mér þykir það þægilegt og enginn annar situr á honum. Verið
þér nú sælir“ — ég rétti honum höndina, alúðlega eftir því
sem ég bezt gat, því ég var enn þá í ágætis-skapi. En hann
tók ekki kveðju minni, andvarpaði og settist á steininn.
Daginn eftir var ég á sama tíma á sama stað. Ivunningi minn
var þá kominn á undan mér, sat á steininum og leit ekki
við mér.
Ég tók ofan, bauð honum góðan daginn, glaðlega, en hann
lét sem hann sæi mig ekki. Hann sat teinréttur á steininum,
hafði stafinn á milli hnjánna og studdi báðum höndunum á
hann og horfði út í bláinn.
„Gott er blessað veðrið,“ sagði ég.
Hann svaraði mér eltki, og var sem hann vissi ekki af neinu
nálægt sér nema vormorgninum og veðurblíðunni.
„Ég mundi ekki mega hiðja yður að lofa mér að setjast á