Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 94
EIMHEIÐIN
Hrikaleg örlög.
Eftir Josepli Conrad.
XI.
Þó að Carreras þættist vera frjálslyndur stjórnvitringur, þá
var hann i rauninni erkifantur, og hið óhamingjusama ríki
hans, Mendosa, var í rauninni herfang þeirra þjófa, ræningja,
svikara og morðingja, sem fylgdu honum að málum. Þrátt fyrir
sitt prúðmannlega ytra útlit var hann meðaumkvunarlaus, til-
finningalaus og samvizkulaus maður. Hann þyrsti fyrst og
fremst í vald kúgarans, og þó að hann hefði gjarnan viljað
notfæra sér Gaspar Ruiz til þess að framkvæma svívirðingar-
áform sín, þá komst hann fljótt að raun um, að hagkvæmara
myndi fyrir sig að mýkja stjórnina í Chile. Ég fyrirverð mig
fyrir að segja frá því, að hann gerði stjórn vorri tilboð uni
að framselja með vissum skilyrðum eiginkonu Gaspars og
barn, — þó að Gaspar treysti drengskaparorði hans, — og að
þessu tilboði var tekið.
Þegar hún var á leiðinni yfir Pequina-skarðið, sveik fylgdar-
liðið hana, en það var skipað mönnum Carreras. Það afhenti
hana höfuðsmanninum í hálendi nokkru í Chile, við rætur
Cordillera-fjallgarðsins. Þetta ógeðslega mál gat orðið dýrt
spaug fyrir mig, því satt að segja var ég fangi í herbúðum
Gaspars Ruiz, þegar hann frétti um svikin. Ég hafði verið á
könnunarferð, er ég var tekinn til fanga, en menn mína, nokkra
óbreytta liðsmenn, skutu Indíánarnir í lífverði hans niður
með spjótkasti. Ég komst hjá að sæta söniu örlögum aðeins
vegna þess, að Gaspar Ruiz kannaðist við svip minn í tæka
tíð. Vinir mínir töldu mig af, og sjálfur bjóst ég við dauða
mínum á hverri stundu. En jötuninn minn fór mjög vel með
mig, af því að ég hafði altaf, eins og hann sagði, trúað á sak-
leysi hans og reynt að hjálpa honum, þegar liann varð fyrir
rangsleitni.
„Nú skuluð þér sjá, að ég segi altaf satt,“ sagði hann við
mig. „Þér þurfið ekkert að óttast.“
Ég var þó hvergi nærri öruggur um, að mér væri óhætt,