Eimreiðin - 01.07.1937, Side 98
330
HRIKALEG ÖRLÖG
eimreiðin
ingarstaurunum og sveifluðu hinum breiðu hnífum sínum. En
þessi stauragirðing var ekki reyrð saman með leðurólum, eins
og þeir áttu að venjast, heldur rekin saman með lönguni
járnnöglum, sem þeir gátu ekki skorið sundur. Þegar Indí-
ánarnir sáu, að þeir gátu ekki rutt sér braut inn í vígið á saina
hátt og þeir voru vanir, félst þeim hugur, og þeir lögðu á flótta
undan kúlnaregninu, sem virkisbúar sendu þeim.
Undir eins og þeir voru komnir framhjá mér, stóð ég á fætur
og flýtti mér aftur til Gaspars Ruiz, sem beið á hæð einni hand-
an við sléttuna. Þaðan höfðu menn hans látið skotin dynja
á virkinu, til stuðnings árásarliðinu, en nú gaf hann merki
um, að skothríðinni skyldi hætt. Við horfðum báðir þögulir á
flótta Indíánanna.
„Við verðum víst að hefja umsátur,“ tautaði Gaspar Ruiz,
og ég sá að hann krepti hnefana i laumi. En hverskonar um-
sátur skyldi það verða. Það var ástæðulaust af inér að fara að
færa Gaspari skilaboð Pajols vinar míns. Það var djarft að
ætla sér að koma í veg fyrir að virkisbúar næðu í vatn. Auk
þess voru þeir vel birgir af kjöti. Og hefði orðið fæðuskortur
í virkinu, mundi Ruiz hafa orðið fyrstur manna til að senda
þangað matvæli, ef hann hefði getað. En sannast að segja vor-
um við þarna úti á sléttunni strax farnir að finna til skorts.
Indíánahöfðinginn Peneleo sat við bál okkar og sveipaði að
sér Húanaco-skinnfeldinum sínum. Það var risavaxinn, herða-
hreiður hærulangur, höfuðið að stærð og lögun eins og hálni-
býflugnabú, en andlitið alvarlegt og mjög hrukkótt. Á sinni
hjöguðu spönsku endurtók hann í sífellu með urrandi rödd,
líkastur villidýri í veiðihug, þá kröfu sína, að virkisgirðingin
yrði rofin, því ef það tækist, gætu menn hans gengið inn í
virkið og náð senorunni, — en annars ekki.
Gaspar Ruiz, sem sat andspænis honum, starði hræðilega
þögull og hreyfingarlaus á virkið, og þannig sat hann svo að
segja dag og nótt óslitið. Við heyrðum frá hraðboðunum, sem
komu næstum daglega neðan af láglendinu, að einn af liðs-
foringjum hans hefði lieðið ósigur í Maipudalnum. Útsendii'
spæjarar fluttu fregnir um fótgönguliðshersveitir, sem sæktu
fram um fjarlæg fjallaskörð, til hjálpar virkismönnum. Þeim
miðaði hægt áfram, en við gátum fylgst með hinni erfiðu göngu