Eimreiðin - 01.07.1937, Side 99
eimdeiðin HRIKALEG ÖRLÖG 331
þeirra upp á fjöllin. Ég furðaði mig á hvers vegna Ruiz færi
ekki og sæti fyrir þeim í einhverju skarðinu, sem væri vel fallið
til launsáturs, og réðist þaðan á og gerði ut af við þetta hættu-
lega lið, eins og hann hafði svo oft gert áður undir svipuðum
kringumstæðum. En hugvitssemin virtist hafa yfirgefið hann
°g örvæntingin tekið við í staðinn.
Mér var ljóst, að hann treysti sér ekki til að sjá af virkinu.
Ég get fullvissað yður um, senores, að ég hafði hreint og
keint meðaumkvun með þessum sterka manni, þegar ég sá
hann sitja þögulan þarna uppi á heiðinni, tilfinningarlausan
fyi'ir sól og regni, kulda og stormi, með spentar greipar og
hökuna hvílandi í hnjánum, starandi — starandi — starandi
í sífellu á virkið.
Og virkið, sem hann starði á, var hreyfingarlaust og þögult
eins og hann sjálfur. Setuliðið bærði ekki á sér. Það svaraði
ekki einu sinni þeim fáu skotum, sem skotið yar þangað.
Nótt eina, þegar ég gekk framhjá honum, sagði hann við mig
UPP úr þurru og án þess að hreyfa sig um set: „Ég hef sent
eftir fallbyssu, og mér mun takast að ná henni og hverfa héðan
áður en þessum Robles yðar tekst að klóra sig áfram hingað
UPP til okkar.“
Hann hafði sent niður á láglendið eftir fallbj^ssu. En það
feið langur tími þar til hún kom. Það var sjö punda fallbyssa.
Hún var flutt upp einstigin á tveim múldýrum, og mikill var
fögnuður Gaspars, þegar hann sá hermennina koma með hana
UPP úr dalnum, morgun einn í birtingu.
En mikil var gremja hans og örvænting þegar hann frétti,
múldýrið, sem flutti fallbyssu-pallinn, hefði eina nóttina
hrapað niður í gjá nokkra með byrði sína. Hann helti úr sér for-
mælingum yfir flutningamennina og hét þeim öllu illu. Sjálf-
Ur varaðist ég að koma nálægt honum um daginn, faldi mig
bak við runna nokkra og var að velta því fyrir mér, hvað
hann mundi nú taka til bragðs.
Stórskotaliðsmaðurinn Jorge, gamall spanskur hermaður,
1-eyndi að búa til undirstöðu úr hnökkum og öðru skrani, og
síðan var fallbyssunni lyft upp á þetta hrófatildur, en við
fyrsta skotið hrundi það undan fallhyssunni, og sjálft fór
skotið langt fyrir ofan stauragirðingu virkisins.