Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Page 103

Eimreiðin - 01.07.1937, Page 103
eimreiðin HRIKALEG ÖRLÖG 335 árásina var aldrei gefið. í stað þess gall við lúðrahljómur hjálparsveitanna, sem ég hafði svo lengi þráð. Og hann verk- aði jafn ógurlega á óvinina, eins og þetta væri básúnuhljóm- urinn á sjálfum dómsdegi. Fellibylur, senores, hreinn og beinn fellibylur af flýj- andi mönnum, viltum hestum og ríðandi Indíánum æddi fram hjá mér þar sem ég hnipraði mig niður við hliðina á Gaspari Ruiz, sem lá á grúfu með útbreiddan faðminn og myndaði þannig kross á jörðinni. Peneleo, sem þeysti burt til að bjarga lífinu, slengdi um leið hinum langa hníf sínum í áttina til min — svo sem upp á gamlan kunningsskap, býst ég við. Mér er ekki ljóst hvernig ég slapp undan sendingunni. En þegar úg áræddi að líta upp aftur, höfðu nokkrir hermenn úr 17. herdeild vorri umkringt mig og voru nærri búnir að reka mig í gegn af tómum ákafa eftir að ná í eitthvað lifandi til að gera út af við. Þeir urðu sýnilega fyrir miklum vonbrigðum, Þegar nokkrir liðsforingjar, sem komu þeysandi til okkar, ráku þá burt með flötum sverðum sínum. Það var Robles hershöfðingi með foringjasveit sína. Hann 'áldi mjög gjarnan taka nokkra fanga. Sem snöggvast virt- 'st hann einnig verða fyrir vonbrigðum. „Hvað, eruð það þér?“ hrópaði hann. En hann steig strax af baki og faðmaði mig að sér, því að hann var gamall vinur fjölskyldu minnar. t-g benti á líkamann, sem lá á jörðinni og sagði aðeins þessi tvö orð: »Gaspar Ruiz.“ Hann sló á lærið af undrun: „Aha! Jötuninn yðar! Hann er þá þarna, og þér með honum, eins og áður. En hann frels- aði líf okkar, þegar jörðin hristist svo mikið, að ...“ XII. En Gaspar Ruiz dró ennþá andann. Ég lét bera hann í hlé við nokkra runna á hæðinni, þar sem hann hafði setið og starað án afláts út að virkinu, meðan dauðinn vofði ósýni- iegur yfir höfði honum. Herdeildir okkar höfðu haft náttstað umhverfis virkið. Það i'°m mér engan veginn á óvart að fá þá tilkynningu morgun- inn eftir, að ég væri skipaður foringi herflokks, sem ætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.