Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 103
eimreiðin
HRIKALEG ÖRLÖG
335
árásina var aldrei gefið. í stað þess gall við lúðrahljómur
hjálparsveitanna, sem ég hafði svo lengi þráð. Og hann verk-
aði jafn ógurlega á óvinina, eins og þetta væri básúnuhljóm-
urinn á sjálfum dómsdegi.
Fellibylur, senores, hreinn og beinn fellibylur af flýj-
andi mönnum, viltum hestum og ríðandi Indíánum æddi fram
hjá mér þar sem ég hnipraði mig niður við hliðina á Gaspari
Ruiz, sem lá á grúfu með útbreiddan faðminn og myndaði
þannig kross á jörðinni. Peneleo, sem þeysti burt til að bjarga
lífinu, slengdi um leið hinum langa hníf sínum í áttina til
min — svo sem upp á gamlan kunningsskap, býst ég við. Mér
er ekki ljóst hvernig ég slapp undan sendingunni. En þegar
úg áræddi að líta upp aftur, höfðu nokkrir hermenn úr 17.
herdeild vorri umkringt mig og voru nærri búnir að reka mig
í gegn af tómum ákafa eftir að ná í eitthvað lifandi til að
gera út af við. Þeir urðu sýnilega fyrir miklum vonbrigðum,
Þegar nokkrir liðsforingjar, sem komu þeysandi til okkar,
ráku þá burt með flötum sverðum sínum.
Það var Robles hershöfðingi með foringjasveit sína. Hann
'áldi mjög gjarnan taka nokkra fanga. Sem snöggvast virt-
'st hann einnig verða fyrir vonbrigðum. „Hvað, eruð það þér?“
hrópaði hann. En hann steig strax af baki og faðmaði mig
að sér, því að hann var gamall vinur fjölskyldu minnar.
t-g benti á líkamann, sem lá á jörðinni og sagði aðeins þessi
tvö orð:
»Gaspar Ruiz.“
Hann sló á lærið af undrun: „Aha! Jötuninn yðar! Hann
er þá þarna, og þér með honum, eins og áður. En hann frels-
aði líf okkar, þegar jörðin hristist svo mikið, að ...“
XII.
En Gaspar Ruiz dró ennþá andann. Ég lét bera hann í hlé
við nokkra runna á hæðinni, þar sem hann hafði setið og
starað án afláts út að virkinu, meðan dauðinn vofði ósýni-
iegur yfir höfði honum.
Herdeildir okkar höfðu haft náttstað umhverfis virkið. Það
i'°m mér engan veginn á óvart að fá þá tilkynningu morgun-
inn eftir, að ég væri skipaður foringi herflokks, sem ætti